Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 27
NORÐURLJÓSIÐ
27
fremur en óþægan krakka, sem fær að ráða, eða borgara, sem brýt-
ur lögin til að koma sínu fram. Hér er ein myndin af því, að laun
syndarinnar eru dauði, dauði hamingju og allra blessana, sem Guð
ætlaðist til, að fylgja skyldu hjónabandi og heimilislífi.
Sönn hj ónabandshamingj a hefir trú að grundvelli. Kona, sem
treystir ekki dómgreind mannsins síns og skapgerð nógu vel til að
leggja sig undir vilja hans, getur ekki eignazt þá hamingju, sem
sprettur af fullu trausti. Maðurinn getur heldur ekki algerlega treyst
þeirri konu, sem hugsar ekki fyrst um það, hvað er bezt fyrir heimil-
ið, heldur hvað hún vill sjálf. Samfélag eiginmanns og eiginkonu á
ekki það nafn skilið, þegar trúin og traustið eru farin.
Þegar hamingjan og trúin eru farnar, fylgir ástin þeim fljótlega
eftir. Kona getur ekki lengi elskað mann, sem hún ber ekki virðingu
fyrir. Það er skrýtin staðreynd, að Drottinn býður konunni marg-
sinnis, að hún sé manni sínum undirgefin, hlýðin og jafnvel beri
virðingu fyrir honum. Samt er aðeins boðið einu sinni í biblíunni,
að konan skuli elska mann sinn! Ástæðan hlýtur að vera sú, að
æðsta og bezta ástin getur ekki komizt hjá því að feta þennan veg
skyldunnar. Konan, sem virðir mann sinn og hlýðir honum, mun
finna í hjarta sínu djúpstæða ást... Maðurinn getur ekki annað en
gefið slíkri konu hvort tveggja: hrifningu ungrar ástar og hita
þroskans, staðfasta, sanna aðdáun og virðingu, er árin líða. Karlar
og konur, er taka sér þann sess, sem Guð ætlaði hvoru kyninu fyrir
sig, mega vænta þeirra launa dyggðar sinnar, að fá blessun frá Guði.
En uppreisnarfull eiginkona og latur eiginmaður ljá ástinni vængi
til að fljúga burt frá þeim.
2. Óhlýðin börn í óánægðum, guðlausum heimilum.
Það getur ekki veriö tilviljun, að fram kemur samtímis kynslóð
uppreisnarfullra kvenna, óábyrgra eiginmanna og kynslóð óhlýð-
inna, lögbrota barna. Enginn getur með ósvífni brotið lögin án þess
að auka með sér virðingarskort fyrir lögunum. Heimilinu er fariö
eins. Maðurinn, sem getur ekki drottnað yfir konu sinni eins og Guð
bauð (1. Mós. 3. 16.), ræður ekki lengi við börn sín. Iðki konan
lögleysi, gera börnin það einnig. Menn geta ekki fundið nokkuð
upp, viðvíkjandi heimilinu, sem betur tryggi virðngu og hlýðni
barnanna heldur en ráðstafanir Guðs: að maðurinn sé höfuð heim-
ilis síns, höfuð konunnar. Það má slá því föstu, að börn virða ekki