Norðurljósið - 01.01.1972, Page 33

Norðurljósið - 01.01.1972, Page 33
NORÐURLJ ÓSIÐ 33 GuS greip fram í atburðarásina. Til að sýna, að honum er enginn hlutur um megn, lét hann Söru og Abraham verða sonar auðið, er hún var níutíu ára, en hann hundrað. Nú liðu fáein ár. Þá er Isak, sonur Söru og Abrahams, vaninn af hrjósti. Þá gerði Abraham mikla veizlu. í veizlunni voru þau Hagar og ísmael að sjálfsögðu. Þá er sagt, að ísmael hló. Ekki er sagt, að hverju hann hló, en Söru sárnaði hláturinn. Krafðist þess þá þegar af bónda sínum, að hann ræki amháttina og son hennar brott. Ahraham tólk þetta sárt vegna ísmaels. En svo varð að vera, sem Sara vildi. Þau mæðgin voru rekin hrott út í eyðimörkina. Veganesti og vatn fengu þau með sér. En vatnið þraut. Hagar sá ekkert nema dauðann fram undan. í eyðimörkinni örmagnast menn skjótt, fái þeir ekkert að drekka. Hagar skildi við son sinn þannig, að hún lagði hann undir runn, en settist sjálf skammt frá, þó svo, að hún sæi hann ekki, og tók að gráta hástöfum. Sonur hennar tók að hljóða eða kalla. Og kall hans heyrði Guð. Ef til vill var það bænarákall. Vel vissi ísmael það, hvernig faðir hans, Ahraham, ákallaði Guð og dýrkaði hann. En hvernig sem þessu var háttað, Guð heyrði ópin, sem stigu upp til hans. Hagar á margar systur, mæður, sem standa einar uppi, einmana í eyðimörk 1ífs:ns. Ef til vill hrópa þær til Guðs, en himinninn virð- ist þögull, ekkert samhand við hann. Það er ekki sagt, að Guð heyrði grátinn hennar Hagar. En kall sonar hennar, það heyrði hann. Var það til að minna ok'kur á, sem lesum ]iessa gömlu sögu, að Guð sendi sinn eigin son, Jesúm Krist, í eyðimörk þessa jarðlífs, til þess að hver, sem festir traust sitt á honum og ákallar Guð í nafni hans, geti fengið bænheyrslu? „Enginn kemur til Föðurins, nema fyrir mig,“ sagði hann. Þeir eða þær, sem hiðja og fá ekki svar, ættu að athuga þetta, hvort svarsins sé vænzt vegna nafns og verðleika son- ar Guðs? Við skulum muna það, að tárin hennar Hagar, voru tár konunnar útreknu, sem sá sér enga bjargarleið. En Guð sá leiðina, og henni var sýndur brunnur. Þar fékk hún vatn! Sonur hennar undi sér í eyðimörkinni, eignaðist konu og niðja, Arabana, sem koma svo mjög við sögur fyrr og nú. f næsta skipti, þegar hihlían talar um tár, þá er það Abraham, sem grætur. Dagar Söru voru 127 ár. Er hún var önduð, gekk Abra- ham inn í tjald hennar „til að harma Söru og gráta hana.“ Lengi höfðu þau verið saman, sjálfsagt meira en hundrað ár. Hann var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.