Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 33
NORÐURLJ ÓSIÐ
33
GuS greip fram í atburðarásina. Til að sýna, að honum er enginn
hlutur um megn, lét hann Söru og Abraham verða sonar auðið, er
hún var níutíu ára, en hann hundrað.
Nú liðu fáein ár. Þá er Isak, sonur Söru og Abrahams, vaninn af
hrjósti. Þá gerði Abraham mikla veizlu. í veizlunni voru þau Hagar
og ísmael að sjálfsögðu. Þá er sagt, að ísmael hló. Ekki er sagt, að
hverju hann hló, en Söru sárnaði hláturinn. Krafðist þess þá þegar
af bónda sínum, að hann ræki amháttina og son hennar brott.
Ahraham tólk þetta sárt vegna ísmaels. En svo varð að vera, sem
Sara vildi. Þau mæðgin voru rekin hrott út í eyðimörkina. Veganesti
og vatn fengu þau með sér. En vatnið þraut. Hagar sá ekkert nema
dauðann fram undan. í eyðimörkinni örmagnast menn skjótt, fái
þeir ekkert að drekka. Hagar skildi við son sinn þannig, að hún
lagði hann undir runn, en settist sjálf skammt frá, þó svo, að hún
sæi hann ekki, og tók að gráta hástöfum. Sonur hennar tók að hljóða
eða kalla. Og kall hans heyrði Guð. Ef til vill var það bænarákall.
Vel vissi ísmael það, hvernig faðir hans, Ahraham, ákallaði Guð og
dýrkaði hann. En hvernig sem þessu var háttað, Guð heyrði ópin,
sem stigu upp til hans.
Hagar á margar systur, mæður, sem standa einar uppi, einmana
í eyðimörk 1ífs:ns. Ef til vill hrópa þær til Guðs, en himinninn virð-
ist þögull, ekkert samhand við hann. Það er ekki sagt, að Guð heyrði
grátinn hennar Hagar. En kall sonar hennar, það heyrði hann. Var
það til að minna ok'kur á, sem lesum ]iessa gömlu sögu, að Guð sendi
sinn eigin son, Jesúm Krist, í eyðimörk þessa jarðlífs, til þess að
hver, sem festir traust sitt á honum og ákallar Guð í nafni hans,
geti fengið bænheyrslu? „Enginn kemur til Föðurins, nema fyrir
mig,“ sagði hann. Þeir eða þær, sem hiðja og fá ekki svar, ættu að
athuga þetta, hvort svarsins sé vænzt vegna nafns og verðleika son-
ar Guðs? Við skulum muna það, að tárin hennar Hagar, voru tár
konunnar útreknu, sem sá sér enga bjargarleið. En Guð sá leiðina,
og henni var sýndur brunnur. Þar fékk hún vatn! Sonur hennar undi
sér í eyðimörkinni, eignaðist konu og niðja, Arabana, sem koma
svo mjög við sögur fyrr og nú.
f næsta skipti, þegar hihlían talar um tár, þá er það Abraham,
sem grætur. Dagar Söru voru 127 ár. Er hún var önduð, gekk Abra-
ham inn í tjald hennar „til að harma Söru og gráta hana.“ Lengi
höfðu þau verið saman, sjálfsagt meira en hundrað ár. Hann var