Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 62
62
NORÐURLJÓSIÐ
syndir. En hvað sem því líöur, af spádómum í biblíunni má sjá, að
heimurinn allur mun komast undir stjórn eins manns, guðlauss
manns, er setur sig á móti og rís gegn öllu, sem heitir Guð eða helg-
ur dómur. Það er ekki víst, að þess verði langt að bíða, að hann
setjist að völdum. Atburðir reka hver annan og æ með meiri hraða
nú á dögum. „Upp með hið lága, niður með hið háa,“ segir Drott-
inn. Keisara hásæti og konunga stólar hafa veriö að hrynja á síðast-
liðinni hálfri öld, eða rúmlega það. Alþýðan hefir víða tekið völdin,
og aldagamlar tignarstöður þekkjast þar ekki lengur.
Ef vestræn menning hrynur innan skamms, sem margt þykir
benda til, þá er það vegna þess, að hún eins og kóngulóin sleit þráð-
inn að ofan, samband sitt við Guð. Það, sem spámaðurinn Zefanía
sagði um Jerúsalem, má nú segja um vestræna menningu: Hún er
þverúðarfull og saurguð. Hún hlýðir engri áminningu. Hún treystir
ekki Drottni og nálægir sig ekki Guði sínum. Þetta er heildarmynd-
in, sem blasir við auganu. En við nokkrar sálir innan fjöldans má
segja með orðum sama spámanns: „Leitið Drottins, allir þér hinir
auðmjúku í landinu, þér sem breytiö eftir hans boðorðum. Ástund-
ið réttlæti, ástundið auðmýkt; vera má, að þér verðið faldir á reiði-
degi Drottins.“
Boðorð Guðs til allra manna á jörðu, sem lifa nú á dögum, er
þetta: „Gerið iðrun, látið af öllum syndum og ranglæti, treystið
Drottni Jesú Kristi og fáið nýtt líf frá honum og kraft til að lifa nýju
líferni. Opnið hjartað fyrir honum, bjóðið Jesú inn að ganga og
taka sér bústað þar. Ástundið réttlæti, ástundið kærleika, og „verið
ávallt vakandi og biðjandi, til þess að þér megnið að umflýja allt
þetta, sem fram mun koma, og að standast frammi fyrir Manns-
syninum.“ Þetta er ráðlegging Drottins Jesú sjálfs. „Land, land,
land, heyr orð Drottins,“ sagði spámaðurinn forðum. Hann kallar
þau til vor í dag.
Hafi þökk þeir, sem hlýddu þessu erindi, og Guð blessi alla þá,
sem gefa gaum orðum frelsarans. Lifið heil.
DAGLEGT LJÓS,
ritningargreinar til daglegs lestrar, fæst í Reykjavík hjá Bókaverzl-
un Sigfúsar Eymundssonar og hjá frú Soffíu Sveinslóttur, Mið-
túni 26. í Keflavík hjá frú Sigríði Sigurbjörnsdóttur, Skólavegi 3.
Hér á Akureyri hjá afgreiðslu Norðurljóssins.