Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 65
N ORÐURLJ ÓSIÐ
65
skulum við fara að hlusta á Moody.“ Faðir minn sagði: „Ó, nei.
Það er ekki sunnudagur í dag. Við förum heldur í leikhús eða á
hljómleika.“ En vinur hans svaraði: „Þú lofaðir, að við skyldum
fara þangað, sem ég vildi.“ Svo að faðir minn neyddist til að fara.
Þeir ráku sig á það, að húsið var yfirfullt, engin sæti laus, nema
þau, sem ætluð voru sérstökum mönnum. Maðurinn vissi, að þetta
var eina tækifærið að fá föður minn þangað, svo að hann tróð sér
í gegnum mannþröngina, unz hann hitti mann, sem var í nefndinni.
Hann sagði við hann: „Líttu á, ég er kominn hér með ríkan mann,
en ég fæ hann aldrei aftur hingað, ef við fáum engin sæti.“ Maður-
inn fór inn með þeim og setti þá heint fyrir framan hr. Moody.
Faðir minn hafði ekki augun af Moody, meðan hann talaði. Eftir
samkomuna sagði hann: „Ég kem að hlusta á þennan mann aftur.
Hann sagði mér allt, sem ég hefi aðhafzt.“ Faðir minn hélt áfram
að sækja samkomurnar, unz hann hafði öðlazt afturhvarf. Seinni
part þess dags hafði faðir minn verið hugfanginn af því, sem meir
en nokkuð annað getur gagntekið hjarta mannsins: lönguninni að
taka þátt í kappreiðum. Sama kvöldið var hann umhreyttur maður.
Iíann var eins útlits og áður, en var nýr maður hið innra. Þegar við
hræðurnir komum heim úr skólanum í Eton, skildum við ekki,
hvernig hann var orðinn. En hann sagði okkur, að hann væri fædd-
ur að nýju. Við héldum hann eitthvað skrýtinn, því að liann spurði
okkur blátt áfram, hvernig það væri með sál okkar, og það líkaði
okkur ekki. Að sjálfsögðu tók hann okkur með sér til að hlusta á
Mr. Moody, og við urðum hugfangnir en ekki umbreyttir.
Þar sem faðir minn var orðinn endurfæddur maður, gat hann að
sjálfsögðu ekki lifað sama líferni sem áður. Hann gat nú ekki far-
ið í samkvæmi, veizlur og þvílíkt. Samvizka hans sagði honum það,
og hann sagði við hr. Moody: „Ég vil vera ærlegur við þig. Fyrst
ég er trúaður, verð ég þá að hætta við kappreiðar, að skjóta, veiðar,
leikhús og gildi?“
„Heyrðu, hr. Studd,“ sagði Moody, „þú ert hreinskilinn við mig,
svo að ég skal vera hreinskilinn við þig. Kappreiðum fylgja veðmál,
og veðmál orsaka peningaspil, og ég get ekki séð, hvernig maður,
er spilar uppá peninga, geti verið sannkristinn.“
Faðir minn spurði þá, hvað honum fyndist um leikhús og að
spila á spil. Moody svaraði: „hr. Studd, þú átt hörn og þekkir fólk,
sem þú elskar. Nú ert þú frelsaður maður sjálfur og óskar, að einnig