Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 83
NORÐURLJ ÓSIÐ
83
10. Dagbók fóstursins. (Ekki birt áður.)
5. október: Ég byrjaði lífið í dag. Foreldrar mínir vita það ekki
enn. Ég er eins lítil og frjó á blómi, en nú þegar er þetta ég. Ég verð
stúlka. Ég verð ljóshærð og bláeyg. Nálega allt er þegar ákveðið,
jafnvel það, að ég mun elska blóm.
19. október: Ég hefi stækkað dálítið, en ég er enn of lítil til að
gera nokkuð sjálf. Móðir mín gerir nálega allt fyrir mig, þó að hún
viti ennþá ekki, að hún ber mig undir hjarta sér. En er það satt, að
ég sé ennþá ekki sönn manneskja? aðeins móðir mín sé til? Ég er
sönn manneskja, alveg eins og lítill brauðmoli er sannarlegt brauð.
Móðir mín er til, og ég er til.
23. október: Munnurinn á mér er rétt að byrja að opnast. — Eftir
ár eða svo verð ég farin að hlæja, og seinna byrja ég að tala. Fyrsta
orð mitt verður ,mamma‘.
25. október: í dag fór bjarta mitt að slá. Það mun slá mjúklega,
meðan ég lifi, aldrei hætta; eftir mörg ár breytist það, þá mun það
stanza, og ég mun deyja.
2. nóvember: Ég stækka stöðugt. Armar mínir og fótleggir eru að
fá á sig lögun sína, en lengi verð ég að bíða áður en þessir litlu fót-
leggir geta lyft mér upp í arma móður minnar, áður en þessir litlu
armar geta sigrað jörðina og liðsinnt fólki.
12. nóvember: Orsmáir fingur eru að byrja að myndast á hönd-
um mér. Hvað þeir eru litlir! Sá dagur kemur, þegar ég get strokið
hár móður minnar upp að munni mér, og hún mun segja: „Æ,
óhreint.“
20. nóvember: í dag hefir ladknirinn sagt móður minni, að ég búi
hérna undir hjarta hennar. Hvað hún hlýtur að vera hamingjusöm.
Ertu hamingjusöm, móðir mín?
25. nóvember: Faðir minn og móðir eru líklega að hugsa um
nafn á mig; og þau vita jafnvel ekki, að ég er lítil stúlka, svo að
sennilega eru þau að kalla mig „Andy“. En ég vil, að ég sé kölluð
Barbara. Ég er að verða svo stór.
10. desember: Mér er farið að vaxa hár. Það er eins bjart og skín-
andi og sólin. Ég er að hugsa um, hvernig skyldi vera hárið hennar
móður minnar?
13. desember: Eg get nærri því séð, þótt það sé nótt í kringum
mig. Þegar móðir mín færir mig inn í heiminn, mun hann verða
fullur af sólskini og þakinn af blómum. Þið vitið, að ég hefi aldrei