Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 109
NORÐURLJÓSIÐ
109
tíma til að gera það. Daglegt, langt bað með íhugun orðs Guðs er
hið eina, sem haldið getur líferninu hreinu. Sálm. 119. 9.
5. Orð Guðs hefir kraft til að uppbyggja. „Nú fel ég yður Guði
og orði náðar hans, sem máttugt er að uppbyggja yður.“ Post. 20.
32. Orð Guðs er það, sem nota verður, eigi skapgerð mannsins að
vera byggð upp á réttan hátt. í 1. Pét. 2. 2. er svipuð hugsun látin í
ljós, en notuð önnur líking. „Sækizt eins og nýfædd börn eftir hinni
andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til
hjálpræðis.“ Ef vér eigum að vaxa, verðum vér að hafa heilnæma,
nærandi fæðu og nóg af henni. Orð Guðs er hin e:na andlega fæða,
sem geymir í sér allt það, sem nauðsynlegt er til alhliða, andlegs
þroska. Eins og barnið getur ekki vaxið án viðeigandi næringar,
þannig getur kristinn maður heldur ekki vaxið, nema hann næri sig
oft, reglubundið og mikið á orði Guðs.
6. Orð Guðs hefir kraft til að gera manninn vitran. Sálm. 119.
130. verðskuldar nána athygli. „Innkoma orða þinna veitir Ijós (ensk
þýð.), gerir fávísa vitra.“ Það er meiri vizka í bihlíunni heldur en í
bókmenntum allra alda. Maður, sem nemur biblíuna, þótt hann nemi
ekki nokkra aðra bók, mun þekkja meira af sannri vizku — vizku,
sem gildir jafnt fyrir eilífðina og tímann, vizku, sem þessi glataði
heimur þarfnast, vizku, sem sveltandi hjörtu hungrar eftir — heldur
en maður, sem les allar bækur aðrar, en vanrækir bihlíuna. Maður,
sem nemur biblíuna, mun hafa meira að segja, sem er þess virði, að
það sé sagt, sem viturt fólk langar til að heyra, heldur en sérhver
maður, sem nemur öll fræði önnur, en vanrækir hina einu hók. Þetta
hefir kirkjusagan sýnt, hvað eftir annað. Menn'rnir, sem haft hafa
mikil áhrif á andlega sögu þessa heims, mennirnir, sem mikillega
hafa bætt siðferði og kenningar, hafa ávallt verið bibliunnar menn,
þótt þeir hafi oft þekkt lítið annað en biblíuna. Eg hefi séð ómennt-
að fólk, sem þekkti vel hihhuna sína. Eg vildi heldur sitja við fætur
þess og nema þá vizku, sem streymir af vörum þess, heldur en hlusta
á manninn, sem þekkir mikið heimspeki, vísindi og jafnvel guð-
fræði, en þekkir ekki neitt í orði Guðs. Það er dásamlegur kraftur
í orðum Páls postula til Tímóteusar: „Öll ritningin er innblásin af
Guði (ensk þýð.) og er nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leið-
réttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að guðsmaðurinn sé al-
gjör, hæfur gjör til sérhvers góðs verks.“ Gerður hæfur með hverju?
Með því að nema biblíuna.