Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 116
116
N ORÐURLJ ÓSIÐ
samvizku vorri, heldur einnig byrði þessara eigin verka. Vér erum
nú frjálsir til að þjóna lifanda Guði, ekki í þrældómi óttans, heldur
í frelsi og frjálsræði og gleði þeirra, sem vita, að þeir eru velþókn-
anlegir og elskaðir synir.
Það er blóðið, sem frelsar oss frá þeim hræðilega þrældómi að
halda, að vér verðum að gera eitthvað til að friðþægja fyrir synd-
irnar og þóknast Guði. Blóðið sýnir oss, að þetta hefir þegar verið
gert .... Margir kristnir menn nú á dögum hafa ekki leyft hlóði
Krists að hreinsa samvizku þeirra frá dauðum verkum. Þeim finnst
stöðugt, að þeir verði að gera eitthvað til að bæta fyrir syndirnar.
(Þetta merkir ekki, að vér eigum ekki og þurfum ekki að hæta
mönnunum allt það tjón, sem syndir vorar hafa bakað þeim, eftir
því sem oss er unnt. — Þýð.)
Ó, bróðir minn, systir mín, horfðu á, blóðið, og sjáðu, að allt
hefir þegar verið gert. Guð er ánægður. Friðþægt er fyrir syndina.
Þú ert réttlættur. Gerðu ekki dauð verk til að mæla fram með þér
við Guð. Gerðu þér heldur ljóst, að blóðið hefir mælt með þér.
Þjónaðu Guði í frelsi þakklætis og kærleika, ekki í þrældómi óttans.
Menn skiptast í þrjá flokka. Fyrst koma þeir, sem syndin er ekki
byrði. Þeir elska hana. Þetta er með öllu illt. Næst koma þeir, sem
syndin er byrði, en leitast við að losna við hana með eigin verkum.
Þetta er betra. Eitthvað er samt óendanlega miklu betra. Hinir
þriðju eru þeir, sem skynja, að syndin er viðbjóðsleg, líður illa
vegna þess, en hafa verið leiddir til að sjá kraft blóðsins, sem leyst
hefir að eilífu vandamálið með syndina, numið hana hurt. Hehr.
9.26.
Vér vinnum nú, ekki til þess að mæla fram með sjálfum oss við
Guð, heldur af gleðiríku þakklæti til hans, sem algerlega réttlætir
óguðlega vegna hins úthellta blóðs.
6. „Hafið gát á sjálfum yður og allri hjörðinni, þar sem heilagur
Andi setti yður hiskupa til þess að gæta safnaðar Guðs, sem hann
hefir aflað sér með sínu eigin blóði.“ Post. 20.28. „Og þeir syngja
nýjan söng, segjandi: „Verður ert þú að taka við hókinni og ljúka
upp innsiglum hennar, því að þér var slátrað, og þú keyptir menn
Guði til handa, með hlóði þínu, af sérhverri kynkvísl og tungu og
lýð og þjóð.“ Opinh. 5.9. Blóð Krists hefir kraft til að kaupa oss
handa Guði, hefir kraft til að gera oss Guðs eign. Hugsun þessi
vekur hjá mér áhyrgðartilfinningu. Ef ég tilheyri Guði, verð ég að