Norðurljósið - 01.01.1972, Side 119
NORÐURLJ ÓSIÐ
119
kraftar til kristilegs lífs og þjónustu, sem Guð hefir fyrirbúið handa
oss í Kristi. Mj ög margir þekkj a lítið af því, sem heilagur Andi get-
ur gert fyrir oss og vill gera fyrir oss. Vér skulum athuga orð Guðs
og komast að því, hvað heilagur Andi hefir kraft til að gera í
mönnum.
Vér komumst ekki langt áður en vér uppgötvum, að það verk, sem
á einum stað er tileinkað krafti orðs Guðs, er á öðrum stað tileink-
að heilögum Anda. Skýring þessa er einföld. Orð Guðs er verkfærið,
sem heilagur Andi starfar með. Orð Guðs er „sverð Andans.“ Efes.
6. 17. Orðið er líka útsæðið, sem Andinn sáir og lífgar. Lúk. 8. 11.,
1. Pét. 1. 23. Orð Guðs er verkfærið við allar hinar marghreyttu
framkvæmdir heilags Anda, sem lýst er í 1. kafla. Ef vér óskum, að
heilagur Andi vinni verk sitt í hjörtum annarra, þá verðum vér að
gefa þeim orðið. En aðeins orðið eitt vinnur ekki verk sitt ein-
samalt. Andinn verður sjálfur að nota orðið. Þegar Andinn notar
sjálfur sverð sitt, sýnir það, hve stælt, biturt og máttugt það er. Verk
Guðs er framkvæmt með orði Guðs og Anda, eða þó heldur af And-
anum með orðinu. Leyndardómur áhrifaríkrar þjónustu er notkun
orðsins í krafti Andans. Til eru menn, sem mikla Andann, en af-
rækja orðið. Það blessast ekki. Ofstæki, fánýtur áhugi, villieldur
sprettur af þvi. Aðrir leitast við að mikla orðið. Ekki gagnar það
heldur. Ér því verður dauður rétttrúnaður, án lífs og kraftar. Hið
rétta er að gera sér ljóst, að orðið er verkfærið, sem Andinn notar.
Vér snúum oss nú beint að efninu: Hvað hefir heilagur Andi
kraft til að gera?
1. „Fyrir því læt ég yður vita, að enginn, sem talar af Guðs Anda,
segir: ,Bölvaður sé JesúsP og enginn getur sagt: ,Drottinn Jesús!‘
nema af heilögum Anda.“ 1. Kor. 12. 3.
Heilagur Andi hefir kraft til að opinbera manninum Drottin
Jesúm Krist og dýrð hans. Þegar Jesús talaði um komu Andans,
sagði hann: „En þegar huggarinn kemur, sem ég mun senda yður
frá föðurnum, sannleiksandinn, sem útgengur frá föðurnum, hann
mun bera mér vitni.“ Jóh. 15. 26. Aðeins þegar hann vitnar um
Krist, geta menn öðlazt sanna þekkingu á Kristi. Þú vísar mönnum
lil orðs Guðs til að fá þekkingu á Kristi. En aðeins þegar Andinn
bregður ljósi yfir orðið, geta menn öðlazt sanna þekkingu á Kristi.
„Enginn getur sagt ,Drottinn Jesús,‘ nema af heilögum Anda. Ef þú
vilt, að menn fái sanna þekkingu á Jesú Kristi, svo að þeir trúi á