Norðurljósið - 01.01.1972, Page 119

Norðurljósið - 01.01.1972, Page 119
NORÐURLJ ÓSIÐ 119 kraftar til kristilegs lífs og þjónustu, sem Guð hefir fyrirbúið handa oss í Kristi. Mj ög margir þekkj a lítið af því, sem heilagur Andi get- ur gert fyrir oss og vill gera fyrir oss. Vér skulum athuga orð Guðs og komast að því, hvað heilagur Andi hefir kraft til að gera í mönnum. Vér komumst ekki langt áður en vér uppgötvum, að það verk, sem á einum stað er tileinkað krafti orðs Guðs, er á öðrum stað tileink- að heilögum Anda. Skýring þessa er einföld. Orð Guðs er verkfærið, sem heilagur Andi starfar með. Orð Guðs er „sverð Andans.“ Efes. 6. 17. Orðið er líka útsæðið, sem Andinn sáir og lífgar. Lúk. 8. 11., 1. Pét. 1. 23. Orð Guðs er verkfærið við allar hinar marghreyttu framkvæmdir heilags Anda, sem lýst er í 1. kafla. Ef vér óskum, að heilagur Andi vinni verk sitt í hjörtum annarra, þá verðum vér að gefa þeim orðið. En aðeins orðið eitt vinnur ekki verk sitt ein- samalt. Andinn verður sjálfur að nota orðið. Þegar Andinn notar sjálfur sverð sitt, sýnir það, hve stælt, biturt og máttugt það er. Verk Guðs er framkvæmt með orði Guðs og Anda, eða þó heldur af And- anum með orðinu. Leyndardómur áhrifaríkrar þjónustu er notkun orðsins í krafti Andans. Til eru menn, sem mikla Andann, en af- rækja orðið. Það blessast ekki. Ofstæki, fánýtur áhugi, villieldur sprettur af þvi. Aðrir leitast við að mikla orðið. Ekki gagnar það heldur. Ér því verður dauður rétttrúnaður, án lífs og kraftar. Hið rétta er að gera sér ljóst, að orðið er verkfærið, sem Andinn notar. Vér snúum oss nú beint að efninu: Hvað hefir heilagur Andi kraft til að gera? 1. „Fyrir því læt ég yður vita, að enginn, sem talar af Guðs Anda, segir: ,Bölvaður sé JesúsP og enginn getur sagt: ,Drottinn Jesús!‘ nema af heilögum Anda.“ 1. Kor. 12. 3. Heilagur Andi hefir kraft til að opinbera manninum Drottin Jesúm Krist og dýrð hans. Þegar Jesús talaði um komu Andans, sagði hann: „En þegar huggarinn kemur, sem ég mun senda yður frá föðurnum, sannleiksandinn, sem útgengur frá föðurnum, hann mun bera mér vitni.“ Jóh. 15. 26. Aðeins þegar hann vitnar um Krist, geta menn öðlazt sanna þekkingu á Kristi. Þú vísar mönnum lil orðs Guðs til að fá þekkingu á Kristi. En aðeins þegar Andinn bregður ljósi yfir orðið, geta menn öðlazt sanna þekkingu á Kristi. „Enginn getur sagt ,Drottinn Jesús,‘ nema af heilögum Anda. Ef þú vilt, að menn fái sanna þekkingu á Jesú Kristi, svo að þeir trúi á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.