Norðurljósið - 01.01.1972, Side 133
NOUÐURLJ ÓSIÐ
133
um, sem mæla harðlega á móti því, að menn sendi þá út, eða nokk-
ur félagsskapur. Þeir eru samt, sem er ómælanlega verra, útsendir
af sjálfum sér, en ekki af Guði.
Hvernig getum vér tekið á móti kalli heilags Anda? Með því að
þrá það, leita eftir því, bíða eftir Drottni með það og vænta þess.
„Er þeir voru að þjóna Drottni og föstuðu,“ segir í frásögunni.
Margur maður segir til að réttlæta það, að hann er ekki í þjónustu
Drottins eða hefir ekki farið út á akurinn: „Ég hefi aldrei fengið
neina köllun.“ Hvernig veizt þú það? Hefir þú hlustað? Rödd Guðs
talar enn mjög hljóðlega. Það eyra eitt, sem hlustar, getur greint
hana. Hefir þú ákveðið boðið fram sjálfan þig Guði, til þess að
hann megi senda þig hvert, sem hann vill? Þótt enginn maður ætti
að fara út á akurinn, nema hann hafi skýra og ákveðna köllun, þá
ætti hann að bjóða sig Guði til þessa starfs, vera viðbúinn kallinu
og hlusta vel, til að hann geti heyrt, þegar það kemur. Það er jafn-
mikil þörf á ákveðnu kalli til starfsins, hvort sem er úti á akrinum,
eða í heimahögunum.
18. Vér lærum eitthvað enn meir um kraft heilags Anda til að
leiðbeina í Post. 8. 27.-29.; 16. 6., 7. „Og hann stóð upp og fór.
og sjá, þar var etiópskur maður, hirðmaður og höfðingi hjá Kand-
ake Etiópa-drottningu, sem var settur yfir alla fjárhirzlu hennar;
hafði liann komið til Jerúsalem til að biðjast fyrir. Og hann var á
heimleið og sat í vagni sínum og las Jesaja spámann. En Andinn
sagði við Filippus: Gakk að og halt þér að vagni þessum.“ „Og þeir
fóru um Frýgíu og Galataland, en heilagur Andi varnaði þeim að
tala orðið í Asíu. Og sem þeir voru komnir að Mýsíu, gerðu þeir
tilraun til að fara til Bitýníu, en Andi Jesú leyfði þeim það eigi.“
Heilagur Andi leiðbeinir í smáatriðum daglegs lífs og þjónustu,
svo sem hvert á að fara og hvert ekki, hvað á að gera og hvað ekki.
Oss er kleift að fá óskeikula leiðbeiningu heilags Anda, hvenær sem
vér þörfnumst hennar, svo sem eins og þegar vér tölum við fólk um
Krist. Augljóst er, að Guð ætlast ekki til þess, að vér tölum við hvern
mann, sem vér hittum. Við suma ættum vér ekki að tala. Tíminn,
sem færi í það, mundi þá vera tekinn frá því starfi, sem gæti verið
meir Guði til dýrðar. Vafalaust mætti Filippus mörgum, er hann var
á leiðinni til Gasa, áður en hann hitti manninn, sem Andinn sagði
um: „Gakk að og halt þér að vagni þessum.“ Á sama hátt er hann
fús til að leiðbeina oss í öllum málefnum lífsins: Kaupsýslu, námi,