Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 158
158
NORÐURLJÓSIÐ
hann, fór hann nærri því að óska þess, að hann hefði farið líka. Það
hefði þá verið eitthvað meira að segja vinum sínum frá, er hann
kæmi aftur til Wellington. Hann hefði þá getað sagt með lítils-
virðingar blæ: „Og það fór jafnvel í kirkju á hverjum sunnudegi.
Sjálfur fór ég einu sinni, auðvitað til að sjá, hvað væri svona
hrífandi.“
Allt í einu kenndi hann viðbjóðs á sjálfum sér og hugsunum sín-
um. Þær voru svo barnalegar og smámunalegar. Vegna snöggrar
hugdettu fór hann allt í einu út úr herberginu, skipti fötum og ók af
stað frá bænum, og hann naut þess að finna, hvernig góð bifreið
svaraði snertingu hans. Hann ók án markmiðs, en varlega þó, þrátt
fyrir hraðann. Hann vissi, að föður hans var alvara að styrkja
hann ekki fjárhagslega. Ef hann gerði bifreið sína ónýta, yrði
hann að vera án hennar, því að hann hafði enga sjóði til viðgerð-
ar. Tnnra var hann gramur yfir þessari frelsisskerðingu. Hann gat
þó ekkert gert, nema hann vildi fyrirgera því, að hann fengi fyrir-
tæki föður síns.
Hann fékk sér hádegisverð í lítilli testofu við veginn. Hann hélt
síðan akstrinum áfram, unz hann heimsótti gamlan vin sinn og
dvaldi þar í tvær stundir. Honum var boðið að vera þar um kvöld-
ið, og við lá, að hann samþykkti það. En á síðasta augnabliki hélt
varfærni aftur af honum. Hann var þegar orðinn of seinn heim til
að mjólka, og ekki var gott að hella meiri olíu í eldinn.
„Leiðinlegt, Ray, verð að fara aftur. Eitthvað sérstakt um að
vera í kvöld,“ laug hann. Hann hafði forðazt að segja, hvar hann
væri. Reiðin brann í honum sem hægur eldur, þegar hann ók heim
aftur. Reiði gagnvart föður hans, kringumstæðunum, gagnvart
Rush fjölskyldunnh Oskynsamleg reiði, það vissi hann, því að
hann var sá maður, að hann vissi, að rótin að öllum hans erfið-
leikum var engin önnur en hann sjálfur. Eins og á stóð kom sú
þekking ekki að haldi. Hann skálmaði til herhergis síns, skipti föt-
um í æðisflýti, fór í gúmstígvélin og skellti hliðinu á eftir sér.
í trjágöngunum lá við, að hann ræki sig á Alison. Undrun sigr-
aði gremjuna snöggvast. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann hafði
séð hana eina utan við lóðina kringum húsið. Hún var ráðþrota
á svipinn og spurði, er hún heyrði fótatak hans: „Hver er þar?“
„Greg.“ „Ó, fy rirgefðu, er ég langt frá húsinu?“
„Nei, fáeina metra, haltu hara áfram.“ Honum var Ijóst, að góð