Norðurljósið - 01.01.1972, Side 163

Norðurljósið - 01.01.1972, Side 163
NORÐURLJÓSIÐ 163 leiki, sem einhvern veginn jók honum orku og bætti upp þreytu og verki líkamans. Bæði morgna og síðdegis komu þær frú Rush og Alison með te og brauðlokur til heitra, rykugra karlmannanna. Alltaf komu líka ný- bakaðar, sætar kökur. Vinnuhléið var stutt, en velkomið eins og ís- kælt teið, sem alltaf var skilið eftir á hliðstólpanum. Varnarkerfi Gregs var nú ekki eins sterkt og það hafði verið tveimur mánuðum áður. Stritvinna samfara mikilli útivist hafði sogið merginn úr hroka hans og mestöllu sjálfsáliti hans. Hann vissi líka í leynum hugans, að hann var farinn að njóta þessa lífs. En hrundar voru varnir hans ekki, þótt þær væru ekki svo sterkar sem fyrr. Þær urðu ekki að engu fyrr en daginn þann, er hann óvænt leit á Alison. Það var heitur lognmolludagur. Jafnvel inni í eldhúsinu, þar sem fólkið allt sat að tedrykkju, saug hitinn úr því þróttinn. Rillie hafði verið úti að synda. Allt í einu kom hann þjótandi inn. „Sjáið þið, hvað ég hefi fundið,“ kallaði hann. Hann hélt á skóg- ardúfu. Fiðrið var úfið, og annar fóturinn lafði máttlaus niður. All- ii söfnuðust kringum drenginn og gáfu góð ráð. Greg vissi aldrei, hvað það var, sem kom honum til að líta við og horfa á Alison. Svip- urinn á andliti hennar hélt honum andartak alveg kyrrum. Ólýsan- leg þrá var skráð þar svo skýrt, að jafnvel augu Gregs, svo óvön sem þau voru að sjá vandræði nokkurs manns nema hans sjálfs, lásu þar alveg rétt þá tilfinning, sem skráð var á það. Andartak var sem allt yrði kyrrt í kringum hann, meðan hugur hans skráði það, sem augun sáu, og þá fór hjarta hans að slá af sársaukakenndri samúð. Slíka þrá hafði hann aldrei séð á ævi sinni. 011 varnarvirki hans hrundu á því andartaki. Hann hafði séð inn í djúp, þar sem byrði var borin með mikilli þolinmæði. Sú sýn var það, sem átti að byrja að breyta allri hans ævi. Frá þeirri stund voru breyttar tilfinningar Gregs. Erfiðleikar hans stjórnuðu ekki lengur lífi hans, og sjálfsaumkun spillti því ekki framar. Er honum var einu sinni orðið Ijóst, að erfiðleikar annars væru meiri en hans eigin, urðu þeir að einhverju leyti erfiðleikar hans sjálfs. Engir tóku eftir því, en hann fór að athuga þau vandamál, sem umkringdu Alison. Þau virtust fjölmörg og mörg þeirra án lausnar. Onnur voru smærri og tíð, og þar var það unun hans að hjálpa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.