Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 163
NORÐURLJÓSIÐ
163
leiki, sem einhvern veginn jók honum orku og bætti upp þreytu og
verki líkamans.
Bæði morgna og síðdegis komu þær frú Rush og Alison með te og
brauðlokur til heitra, rykugra karlmannanna. Alltaf komu líka ný-
bakaðar, sætar kökur. Vinnuhléið var stutt, en velkomið eins og ís-
kælt teið, sem alltaf var skilið eftir á hliðstólpanum.
Varnarkerfi Gregs var nú ekki eins sterkt og það hafði verið
tveimur mánuðum áður. Stritvinna samfara mikilli útivist hafði
sogið merginn úr hroka hans og mestöllu sjálfsáliti hans. Hann vissi
líka í leynum hugans, að hann var farinn að njóta þessa lífs. En
hrundar voru varnir hans ekki, þótt þær væru ekki svo sterkar sem
fyrr. Þær urðu ekki að engu fyrr en daginn þann, er hann óvænt
leit á Alison.
Það var heitur lognmolludagur. Jafnvel inni í eldhúsinu, þar sem
fólkið allt sat að tedrykkju, saug hitinn úr því þróttinn. Rillie hafði
verið úti að synda. Allt í einu kom hann þjótandi inn.
„Sjáið þið, hvað ég hefi fundið,“ kallaði hann. Hann hélt á skóg-
ardúfu. Fiðrið var úfið, og annar fóturinn lafði máttlaus niður. All-
ii söfnuðust kringum drenginn og gáfu góð ráð. Greg vissi aldrei,
hvað það var, sem kom honum til að líta við og horfa á Alison. Svip-
urinn á andliti hennar hélt honum andartak alveg kyrrum. Ólýsan-
leg þrá var skráð þar svo skýrt, að jafnvel augu Gregs, svo óvön
sem þau voru að sjá vandræði nokkurs manns nema hans sjálfs, lásu
þar alveg rétt þá tilfinning, sem skráð var á það. Andartak var sem
allt yrði kyrrt í kringum hann, meðan hugur hans skráði það, sem
augun sáu, og þá fór hjarta hans að slá af sársaukakenndri samúð.
Slíka þrá hafði hann aldrei séð á ævi sinni. 011 varnarvirki hans
hrundu á því andartaki. Hann hafði séð inn í djúp, þar sem byrði
var borin með mikilli þolinmæði. Sú sýn var það, sem átti að byrja
að breyta allri hans ævi.
Frá þeirri stund voru breyttar tilfinningar Gregs. Erfiðleikar
hans stjórnuðu ekki lengur lífi hans, og sjálfsaumkun spillti því ekki
framar. Er honum var einu sinni orðið Ijóst, að erfiðleikar annars
væru meiri en hans eigin, urðu þeir að einhverju leyti erfiðleikar
hans sjálfs.
Engir tóku eftir því, en hann fór að athuga þau vandamál, sem
umkringdu Alison. Þau virtust fjölmörg og mörg þeirra án lausnar.
Onnur voru smærri og tíð, og þar var það unun hans að hjálpa.