Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 168
168
NORÐURLJÓSIÐ
stærri voru en mín, fór ég að íhuga málin. Það var þetta, sem kom
mér á rétta veginn.“
„Og nú ætlar þú aftur til Wellington?“ Hún mælti þetta lágum
rómi og sneri andlitinu frá honum á móti vaxandi vindblæ.
„Faðir þinn tók mig aðeins af greiðasemi við gamlan vin. Veran
hérna hefir gert mér meira gott á fáum mánuðum en nokkuð annað
á allri ævinni á undan. F,n nú verð ég að fara. Eg verð að greiða úr
flækjum lífsins, koma öllu í rétt horf, svo að ég geti gengið fram
heiðarlega eins og kristinn maður á að gera.“ Hann þagnaði, en
fann, að hann yrði að segja meira. „En ég vildi koma hingað aftur
öðru hvoru til að sjá fjölskylduna og þig. Má ég það?“
„Hvers vegna?“ hvíslaði hún.
Hann lyfti huga sínum til himins. En allt í einu, óvænt, án nokk-
urrar skýringar, þá var engin hindrunar tilfinning í þetta sinn.
Hjarta hans hófst upp af gleði.
„Af því að ég elska þig,“ sagði hann.
Hann heyrði hana draga að sér andann. Andartak lék gleði um
andlit hennar áður en hún svaraði:
„En ég er blind,“ sagði hún blátt áfram.
„Fólk fer ekki að elska vegna þess, hvernig einhver sér, eða vegna
beyrnar þeirra eða vegna fegurðar þeirra. Við elskum vegna þess,
að við höfum lært að þekkja dýpt og fegurð innra lífs einhvers, eða
vegna trúar einhvers, traust og virðing hjálpa einnig hinu til að
mynda ást. Blinda þín skiptir mig engu, góða, nema sem sorglegur
kross fyrir þig að bera. En það er sá kross, sem ég vil hjálpa þér til
að bera, ef þú vilt leyfa mér það. Viltu gera það?“
Hún rétti fram höndina, og er hann greip hana, sneri hún andlit-
inu að honum. Það ljómaði nú. Skuggar og efasemdir voru horfin.
„Já.“
Þau sátu miklu lengur, skröfuðu, ráðgerðu og hlógu stundum
bæði. Þau vissu bæði, að árið, sem fór í hönd, mundi verða hvorugu
þeirra auðvelt. Hve mikil, sem ást þeirra var, voru þó mörg vanda-
mál, sem horfast varð í augu við, er stofnað skyldi heimili, þar sem
annað hjónanna var blint. En þau áttu bæði djúpa og varanlega trú
á Guði sínum, bæði höfðu verið reynd og prófuð og vissu, að hann
er almáttugur.
Þannig gátu þau gengið djörf inn í framtíðina og heyrt rödd hans
segja: „Sjá, ég er með yður alla daga.“ — Sögulok.