Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 173
NORÐURLJÓSIÐ
173
kallaði á hann, heygði hann sig fyrir honum, og þá gátu allir séð, að
breyting hafði gerzt. Yirku dagana vann hann heima í Litlagarði, en
á sunnudögum hélt hann sunnudagaskóla fyrir börnin þar um slóðir.
Á þenna hátt hafði lífið gengið í meira en 20 ár. Nú var hann far-
inn að eldast og þoldi ekki eins vel og áður að ganga á eftir plógn-
um. Hann þurfti þess ekki heldur, því að sonurinn, Eiríkur, sem var
einkaharn þeirra, hafði tekið við. Hann var bæði iðinn og áhuga-
samur bóndi, en foreldrarnir urðu með hryggð að viðurkenna, að
hinn elskaði sonur þeirra hafði ævinlega um eitthvað annað að tala
eða fór út, þegar samtalið barst að andlegum hlutum, þótt þau vissu,
að Guð heyrir bænir, og þau voru stöðug í bæninni fyrir honum.
Eiríkur hafði gengið í félag eitt, sem hafði það markirrð að veita
bóklega þekkingu. Eormaðurinn var ungur kennari, sem sagður var
mjög frjálslynlur og nútímalegur. Hann hélt, að trúarbrögð væru
bara fyrir gamalt og fákunnandi fólk, en ekki fyrir ungar og upp-
lýstar manneskjur. Félagsbræður hans urðu að sjálfsögðu fyrir
áhrifum frá honum. Eiríkur byrjaði svo við og við að finna að ýmsu
heima hjá sér. Honum fannst margt vera alltof fornt og hafði hug á
að brjóta niður og byggja að nýju. Það líkaöi föður hans ekki, því
að þau hefðu ekki efni á því. Einnig byrjaði hann nú opinberlega að
finna að guðsdýrkun þeirra. Þau voru alltof lítið upplýst, sagði
hann. Eftir þetta kom það, að hann var farinn að vera með stúlku
úr félaginu, sem ekki hafði góð áhrif á hann. Og það sorglega hafði
nú gerzt, að kvöldiö áður kom Eiríkur drukkinn heim. Foreldrarnir
tóku með kærleika á móti honum og hjálpuðu honum í rúmið, en af
sorg kom þeim ekki blundur á brá alla nóttina. Morguninn eftir kom
hann ekki á fætur fyrr en eftir dagverð. Þegar hann svo settist við
boröiö, byrjaði móðir hans að tala alvarlega við hann. Orð hennar
voru ekki mörg en full af kærleika og alvöru.
Hún sagði honum, að hún og faöir hans bæðu stööugt fyrir hon-
um, einnig, að þau tryöu, að Jesú frelsandi kraftur myndi fljótlega
fá sigur yfir honum. Eiríkur sat þegjandi um stund og hlustaði, með-
an uppreisnin barðist inni fyrir í honum. Hví skyldi hann láta kúga
sig, skyldi hann ekki mega gera að vilja sínum og fá sér eitt glas,
þegar hann vildi? Hann var fullvaxinn og ekkert barn lengur. Hann
ætlaði hvorki að láta Guð eða nokkra manneskju ráða yfir sér, hann
vildi vera frjáls.
Hann sló að lokum hnefanum í horðið og hrópaði: „Mamma, ég