Norðurljósið - 01.01.1972, Page 176
176
NORÐURLJÓSIÐ
á lífinu. Er hann gekk þannig mæddur og niðurbeygður, stönzuðu
hestarnir allt í einu. Nú kom honum það í hug: Það var einmitt hér,
sem þeir stönzuðu seinasta sinnið, sem mamma hans kom með kaffi
til hans. Hér gaf hún þeim brauð og gældi við þá í seinasta sinn.
Skepnurnar gleyma ekki svo auðveldlega. Hún var alltaf svo góð við
alla, en sjálfur var hann sá, sem hún gaf allan sinn kærleika, allan
sinn heita móðurkæreika.
Nú, -— einmitt á þessu andartaki sá hann sig, eins og hann var.
Hann var ekki nýtízku, ungur maður, heldur sonur, óverður alls
þess kærleika, er mamma hans hafði elskað hann með. Aður en
hann vissi af komu nokkur orð úr sálmi í huga hans: „í móðurauga
speglast elska Guðs. Eins og sólin gengur til viðar, slokknar það
auga hér.“ Gat þetta verið satt? Elskaði Guð eins mikið og mamma
hans? Væri það svo, þá hefði hann brotið mikið á móti Guði með
því að endurgjalda ekki elsku hans.
Eiríkur hafði huggað sig við, að móðir hans hafði fyrirgefið
honum. En samstundis tók hann að undrast það, að hann hafði ekki
öðlast frið. Einu sinni hafði hún sagt, að hann þyrfti meira en fyrir-
gefningu hennar.
Á ævinni koma stundir, þegar maðurinn glaðvaknar. I þetta sinn
var Eiríki Nielsen í Litlagarði opinberaður ómælandi kærleiki
Krists. Hann sá krossinn og frelsarann og leit hinar gegnumstungnu
hendur hans. Hann sá opinn föðurfaðm og heyrði orðin, sem svo oft
höfðu hljómað í eyrum hans í sunnudagaskólanum: „Sonur minn,
dóttir mín, gef mér hjarta þitt.“ Hann batt taum hestanna fast við
handfangið á plógnum, fleygði sér á kné og tók höndum fyrir and-
litið. Honum komu til hugar tárin hennar mömmu sinnar, sem fáum
dögum áður höfðu þítt hrímið á grasinu. I sálarangist hrópaði
hann: „Góða mamma, það var vegna mín, sem þá grétst um daginn.
Nú hafa tárin þín líka komið harða hjartanu mínu til að þiðna. Ég
gat ekki gengið framhjá tárunum þínum. Kærleikur'nn þinn mikli
sigraði um síðir.“
Eins og tárin hjá móður hans féllu þar áður, lá hann nú og bað:
„Kæri Guð og Drottinn, láttu þína heitu kærleikssól bræða harða,
kalda hjartað mitt, svo að einnig ég geti orðið eitt af börnum þín-
um. Góði Guð, fyrirgefðu mér, að ég hefi svo lengi staðið á móti
kærleika þínum, og frelsaðu mig vesalings syndarann.“