Norðurljósið - 01.01.1972, Page 179
NORÐURLJÓSIf)
179
Aftur opnaði ég dyrnar og steig út á gangstéttina. „Viltu gera
svo vel að bíða,“ kallaði ég á eftir henni. „Ef ég þarf að biðja þig
afsökunar, þá ætla ég að gera það nú þegar.“
Stúlkan hikaði og sneri sér við. Ég talaði aftur til hennar. „Mér
er alvara. Ef ég þarf að hiðja þig afsökunar, þá bið ég þig afsökunar
nú þegar í stað.“ Ég sneri mér að Kötu frænku og sagði: „Mun ég
ekki beiðast afsökunar, ef ég hefi rangt fyrir mér?“
„Bróðir Bill gerir það, sem hann segir, að hann muni gera,“ sagði
hún við stúlkuna.
Unga fólkið kom þá aftur til mín. Ég sagði því, að ég mæti mikils,
að það kom til guðsþjónustunnar með Kötu frænku, og að ég vildi
einlæglega hjálpa þeim. Steinþegjandi hlýddu þau á. Ég sneri mér
þá að elztu stúlkunni og sagði:
„T>ú segir, að þú sért góð stúlka, og ég trúi þér. — En segðu mér
þetta: Hver heldur þú, að hafi verið versta syndin, sem drýgð hefir
verið í allri sögu mannkynsins?“
„Hvað kemur það mér við,“ svaraði hún, ;,ég er áreiðanlega ekki
versti syndarinn, sem uppi hefir verið.“
„Ef til vill ekki,“ svaraði ég, „en segðu mér, hver heldur þú, að
verið hafi stærsta syndin í allri sögu mannkynsins?“
Hún hugsaði sig um í stundarkorn og mælti síðan að lokum: „Ég
hýst við, að Gyðingarnir, sem krossfestu Jesúm, hafi verið hinir
verstu syndarar, sem nokkru sinni hafa verið uppi. Ég held, að þetta
sé versti glæpurinn, sem nokkru sinni hefir verið drýgður. En
kenndu mér ekki um það — ég gerði það ekki — það gerðist fyrir
nærri því tvö þúsund árum!“
Ég hélt áfram: „Veiztu, hvers vegna þessir menn krossfestu
Jesúm? Það var vegna þess, að þeir vildu ekki kannast við hann sem
Drottin sinn og Meistara. í hjörtum sínum sögðu þeir: „Ég ætla
ekki að hlýða Jesú. Ég ætla ekki að fylgja honum. Vér viljum ekki,
að þessi maður ríki yfir oss.“ Vegna þess að þeir elskuðu hann ekki,
og vildu ekki lifa fyrir hann né fylgja honum, þá drápu þeir hann!“
„Getur verið, að þeir hafi gert þetta,“ sagði hún með hita. „En
kvað kemur það mér við. Ekki gerði ég það.“
„Ertu alveg viss um, að þú hafir ekki gert það?“ spurði ég hana
þýðlega. „Þegar á allt er litið er tilfinning þín gagnvart Jesú hin
sama og þeirra. Þeir elskuðu ekki Jesúm, og þú gerir það ekki held-
ur. Þeir neituðu að veita honum viðtöku sem frelsara sínum — það