Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 7
Eimreiðin]
LOCKSLEY HÖLL
7
BölvuS sjert þú, arga örbirgð,
æsku gegn þú drýgir synd!
Bölvuð lýðsins lygamergð,
er lamar okkur sannleiks-blind!
Jf-
Bölvuð villaus venja hver,
er villir eðlis sjálfstjórn frá!
Bölvað sje það gull, er gyllir
gáfusljóva aulans brá! —
Von — já, það er von mjer sárni:
verið mjer ef hefðir trú,
. það veit guð, að önnur engin
elskuð myndi heitt sem þú!
33
Er jeg vitiaus: að jeg skuli
ala’ á því er kvelur geð?
Það jeg ríf úr þessu brjósti,
þó að hjartað fari með!
— Aldrei tekst það, æ, því miður,
enda þótt eg lifði’ á jörð
JV jafnmörg ár sem aldinn hrafn,
er á sjer laup við hamra-skörð.
Hvar er svölun? — Get jeg gleymt
og geymt í minning eftir vild?
Elskað þá, er þekkti’ eg forðum,
þá, sem var svo góð og mild?
Man jeg eina’, er ung er dáin,
yndisfas er prýddi mest.
yi( Sama var að sjá og elska
svanna þann, er man jeg bezt.
Get jeg henni’ úr hug mjer rýmt,
en hennar elskað kærleiks-sál ?
Ást er ást um aldir alda! —
Uppgerð hennar var og tál.