Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 45
Éimreiðin)
GtJÐINN GLERAUGNA JÓI
45
„Þrír.“
„Já, nú man eg eftir þessu,“ sagöi eg. „Þaö var eitthvaö urn
björgun.“
Þegar eg nefndi „björgun“ var eins og einhver belgur heföi
sprungiö innan i sólbrenda manninum, og hann lét rigna því-
likum heimsins kynstrum af bölvi og ragni aö eg stóö á öndinni.
Loks sljákkaði þó svo i honum að hann fór aö smá-nálgast venju-
leg blótsyrði, og á endanum gat hann hamið sig. „Fyrirgefið,“
sagði hann, „en herra trúr — björgun!"
Hann hallaði sér að mér. „Eg var með i þvi góðgæti,“ sagði
hann. „Ætlaði að verða flugríkur, en varð guð í staðinn. Það eru
til i mér mannlegar ....“
„Það er ekki tómur hákarl og brennivín að vera guð, skal eg
segja yður,“ sagði sólbrendi maðurinn, og dálitla stund hélt hann
svo áfram með slík og þvílik almenn sannleikskorn, sem ekki komu
málinu beinlínis við. Loks komst hann þó að efninu aftur.
„Það vorum nú eg,“ sagði sólbrendi maðurinn, „og svo var
sjómaður, sem hét Jakob, og Always, stýrimaðurinn á „Frum-
herjanum". Og það var hann, sem kom því öllu af stað. Hvað
eg man það vel, þegar hann stóð á kænunni og sýndi okkur
fram á það með einu orði. Sá þurfti nú ekki altaf að hafa mörg orð.
,Það eru fjörutíu þúsund pund í henni/ sagði hann, ,og það er
eg, sem segi til hvar hún sökk/ Þetta gat hvert ungbarnið skilið.
Og hann var foringinn fyrir því öllu fyrst og siðast. Það var
hann, sem komst yfir skútuna hjá Sanderses bræðrunum. Hún
hét ,Banya-Prýðin‘, og það var hann, sem keypti kafarabúning-
inn —r- eldgamlan skolla með þéttilofti, í stað þess með loftdælu.
Hann hefði líka kafað sjálfur, ef hann hefði þolað það fyrir
höfðinu. En björgunarskipið flæktist fram og aftur nálægt Starr
Race eftir uppdrætti, sem hann hafði soðið saman.
„Eg skal lofa yður því, að það lá ekki slorlega á okkur um
borð í skútunni, ekkert annað en hopp og hí og trallalla og
bjartar vonir alla leiðina. Það sýndist alt vera svo einfalt og auð-
velt. Og við vorum að útmála hvernig hinUm, þeim á björgunar-
bátnum, mundi ganga, þangað til okkur verkjaði í síðurnar af
hlátri. Við héldum allir til í káetunni, — það var skrítin skips-