Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 63
Eimreiöin] HELJARTÖK MIÐALDAVELDANNA
63
í rauninni með réttu segja, að veraldarvaldinu hafi upp-
haflega verið neytt upp á páfana, á þjóðflutningatímun-
um. Keisararnir voru eins og börn. pegar Alarik tók
Rómaborg (410) var Innósens I. sá, sem kom í stað keis-
arans. Hónóríus keisari sat eins og bjálfi i Ravenna. Eftir
brottför Vandala (455) var Leo mikli, páfi, svo sem ein-
valdur í borginni. Án hans hefði verið þar alger óstjórn.
pegar Langbarðar ruddust suður um ítalíu (568) var
Gregoríus mikli páfi í Róm. Hann var algerlega einvaldur,
og varð að vera það til þess að forða frá stjórnleysi.
Upphaflega studdu Rómabiskupar kröfu sína um yfir-
ráð við frægð og Ijóma borgarinnar. Biskupinn í höfuð-
borginni hlaut að verða höfuðbiskup. En þegar Konstan-
tínus fluttist til Bysants, varð Rómaborg ekki framar
nægur grundvöllur undir þessa kröfu. Frá þeim tíma
taka þvi Rómabiskupar að styðja kröfu sína við það,
að þeir séu eftirmenn Péturs postula.
Margt fleira studdi vald páfanna. Mætti þar til nefna
stuðning þann, sem kirkjunni varð af múnkdæminu. En
þó var ekkert, sem eins hlóð undir kirkjuna og páfann
eins og auðlegðin, sem úr öllum áttum, og með öllu móti
streymdi í skaut hennar. Auðvaldið er gamalt.
Fyrsta skifti sem kirkjan sýndi verulega lit á því, að
standa gegn keisaravaldinu var þegar Leó keisari hóf
árás sína á helgra manna myndir (726). pá reis Gre-
goríus II. öndverður gegn þessu athæfi, og bréf hans til
keisarans gefa honum ótvírætt í skyn, að páfinn sé hans
jafnoki. Baráttan var hafin.
petta myndafargan Leós keisara hafði margar og mikl-
ar afleiðingar. Við það klofnaði kirkjan algerlega í tvo
parta, og það varð til þess að páfarnir tóku nú að leita
vestur á bóginn. Páfavaldið gat vitanlega ekki staðið öðru
visi en styðja sig við veraldlegt vald. pcgar nú keisarinn
brást, leitaði páfinn til Frakklands. par með var þýð-
ingarmikið spor stigið. Karlungarnir tóku fegins hendi
sambandinu við páfann, en illu heilli þó. Páfinn hjálp-
aði þeim til að ná í konungdóminn, og fékk í staðinn