Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 34
34
NÝJA SAMBANDSLAGAFRUMVARPIÐ [Eimreiðin
lagastakkinn nokkuð eftir vexti hverrar þjóðar. Enda
fræðimönnum fremur trúandi íil að gjöra tillögur um
snið á slíkum stakki en stjórnmálamönnum, en hætt við,
að sniðgjörðarmennirnir yrðu teknir úr þeim hóp, með
því kjörfyrirkomulagi, sem ráðgjört er í greininni.
Auk þessarar þarflitlu nefndar, er stofnað til annarar
sjálfgefinnar í 17. gr., gerðarnefndar um ágreining út
af frumvarpinu, svo sem gert var í fyrirrennara þess,
en með þeirri endurbót, sem fyrr greinir.
Uppsagnargreinin í nýja frumvarpinu, 18. gr.,
mun verða kölluð sitt á hvað, betri eða lakari heldur en
uppsagnargreinin í eldra frumvarpinu. Hún er betri að
því leyti, sem hún heimilar tvímælalaust uppsögn utan-
ríkismáianna svo kölluðu. Raunar var eigi sagt um þau
mál (eða hermálin) í eldra frumvarpinu, að þau væru
óuppsegjanleg, svo sem haldið var fram þá í hitanum. par
var ekkert beint um þau ákveðið um fram það, að þau
væru eigi uppsegjanleg með þar tilteknum fresti. Nú eru
þau tvímælalaust uppsegjanleg með sama fresti og hin.
Mörgum mun og þykja það belra, að uppsagnarfresturinn
er nokkuð styttur.
Aftur á móti mun eigi færri mönnum þykja sem nú sé
frekar þrengt að uppsögninni en áður var. Eftir eldra
frumvarpinu gat Aiþingi eitt sagt sammálunum upp, og
þá þurfti eigi nema einfaldan meiri hluta. Nýja frumvarp-
ið heimtar bæði mikinn meiri hluta (2/3) Alþingis
og enn meiri meirihluta alþingiskjósenda, heimt-
ar fyrst og fremst að % hlutar kjósenda taki þátt í at-
kvæðagreiðsiunni um uppsögnina (merki atkvæðamið-
ann?) og í öðru lagi að % þeirra kjósenda heimti upp-
sögn.
pað má búast við því, að alllangt kynni að geta orðið
til þess að uppsagnarrétturinn yrði notaður af vorri hálfu,
eigi síst ef væntanlega danska sendiherrasveitin hér, ráð-
gjafarnefndin og stjómarnefndir danska og íslenska mil-
jónasjóðanna yrðu nokkum veginn samhentar.
pá mundi mega orða það í þessu ári, sem sennilega