Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 72
72
HELJARTÖK MIÐALDAVELDANNA [Eimreiðin
arfs. — J?ess utan var hættan meiri á því að kvongaðir
prestar hugsuðu um sinn hag eingöngu, og létu kirkj-
unnar hag sitja á hakanum.
Gregorius VII. tók nú hvorttveggja þetta upp á sína
stefnuskrá. Hann hélt kirkjuþing i Róm, þar sem em-
bættasala og prestakvonfang var fyrirdæmt og bannfært
með ógurlegasta orðbragði. En því var ekki vel tekið.
Erkibiskuparnir komust sumstaðar með naumindum lif-
andi burtu, þegar þeir lýstu yfir þessum ákvæðum þings-
ins. í Rómaborg sjálfri var einnig megnasta reiði og
gremja gegn páfanum, bæði yfir þessum ákvæðum, og
auk þess ýmsum öðrum umbótatilraunum hans. 1 Péturs-
kirkjunni voru t. d. fjöldi presta (um 60), sem allir voru
kvæntir eða höfðu lagskonur. peir sungu þar messur,
fluttu bænir og gerðu önnur prestsverk fyrir borgun. En
að nóttunni kvað kirkjan við af ópum og hlátrasköllum.
pá voru alls konar drykkjar- og ólifnaðarveislur haldnar
þar. En Gregoríus lét loka kirkjunni að nóttunni og fyrir-
bauð öll prestsverk fyrir kl. 9 að morgninum. Alt kom
þetta til greina í deilum Gregoríusar, þó að seinna væri.
V.
peim hafði ekki beinlínis lent saman enn Gregoríusi
og Hinriki. En friðurinn var að eins á yfirborðinu. pað
var líkt og lognið, sem oft er rétt á undan fellibyl. Óveðrið
skall á þegar Gregoríus lét kirkjufundinn i Róm 1075
banna tignarskrýðingu biskupa af hendi veraldlegra
stjórnenda.
Sá siður var um langan aldur búinn að vera í gildi á
pýskalandi, án þess að nokkur amaðist við. Enda var
hann eðlilegur. Biskupar og ábótar höfðu yfir stórum
lendum að ráða, þeir voru lénsmenn konungs engu síður
en þeir, sem eingöngu höfðu veraldleg völd. Og þýska-
landskonungar höfðu löngum haft sinn besta styrk, þar
sem biskuparnir voru. pegar biskup dó, var venjan að