Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 40
40
VEISLAN í GRYFJUNNI
[Eimreiðin
„Það er nú einmitt það,“ sagöi Pryor. „En skotgryfjurnar, sem
við mistum, höfðu enga hernaðarþýðingu.“
„Það hafa þær aldrei,“ sagSi Kore. „ÞaS er víst þess vegna,
aö við fómum mörg þúsund mannslífum til þess að ná hverri
þeirra, og óvinirnir jafn mörgum mannslífum til þess að ná
þeim aftur.“
„Súpan, góðir menn!“ Stoner stöðvaði samtalið með því að láta
fat með glóandi súpu á borðið. „Nú verð eg að biðja ykkur ab
sjá um ykkur sjálfa.“
„Mulligatawny ?“* sagði Pryor önugur. Hann var að sötra
úr fyrstu skeiðinni úr skálinni sinni.
„Nú, nú,“ muldraði Bill, „er nokkuð að henni?“
„Súpan er auðvitaö sjálf yndisleg x alla staði,“ sagði Pryor,
„en nafnið á henni er viðbjóðslegt."
„Og hvað er svo sem að því?“
„Alt upphugsanlegt,“ svaraði listamaðurinn vandláti. „Og svo
bætir það ekki úr skák, að þegar eg var lítill, var sí og æ troðið
í mig Mulligatawny og aftur Mulligatawny, þangað til eg var
orðinn svo stór, að eg gat gert uppreisn. Og nú þarf eg að rek-
ast á hana hérna í skotgryfjunni. Hamingjan góða hjálpi oss
vel.“
„Gefðu mér hana,“ sagði eg. Eg var búinn úr skálinni minni.
„Gefa það, sem eg er búinn að borða af?“ gall Pryor við, og
spændi upp í sig súpuna eins og Magnús matgoggur. „Það væri
nú hálf-subbulegt.“
Um leið og hann slepti orðinu heyrðist snöggur hvinur. Kúla
flaug inn um dyrnar og smaug gegn um mjólkurdós, sem hékk
yfir boröinu. Mjólkin draup hægt og silalega niður á borðið.
„Þjór,n!“ hrópaði Golíat, og gaut öðru auganu á matsveininn
og hinu á mjólkina.
„Já, herra,“ sagði Stoner, og leit upp frá diskinum.
„Hvaða sóðaskapur er þetta! Þetta sullar út alt borðið. Svona
sóðaskapur rná ekki korna fyrir hér.“
* Indversk karrysúpa,