Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 47
Eimreiöin]
GUÐINN GLERAUGNA-JOI
47
brúnar rákir, eins og alt væri á eilífu iði og sprikli innan um
það. NokkuS frá, hinu megin viö pollana og lónin og hrúgurnar,
var skógurinn í hlíöinni aö berjast við a'ö vaxa upp úr vikur-
kösunum eftir seinasta gosiö. Og skógurinn fyrir handan, já,
éins og hálfrifiö — hvaö skal eg segja — ,ambí-teatur‘ úr
svörtum og ryðguðum gjallhaugum, sem risu langt upp úr öllu,
en sjórinn í nokkurs konar bolla i miöjunni.
„Eins og eg segi, þaö var með fyrsta morgunsárinu, og alt
var dauflegt um að litast. Ekki nokkur lifandi sála sást neins
staöar, hvorki upp meö síkinu eða niður með því. Ekkert sást,
sem gat mint á menn, nema ,Banya-Prýðin‘. Hún lá þarna innan
um snagana og bar við hafsbrún.
„Engin lifandi sála í augsýn,“ endurtók hann, og þagnaði.
„Eg hefi ekki hugmynd um hvaðan úr áranurn þeir komu,
ekki minsta hugboð. Við vorum svo handvissir um, að við værum
aleinir, að Sanders litli fór að syngja hátt. Eg var kominn í
Gleraugna-Jóa, allan saman, nema hjálminn. ,Heyrðu,‘ sagði Al-
ways, ,hérna er mastrið á honum/ Eg gaut augunum út undan
mér yfir borðstokkinn, og smeygði svo draugnum yfir hausinn
á mér og í sama bili var eg rétt hrokkinn útbyrðis, því að
Sanders sneri bátnum við í því. Svo skrúfuðu þeir augun í hann
og löguðu alt til. Eg lokaði fyrir loftbeltið til þess að eg skyldi
sökkva betur og stökk útbyrðis með fæturna á undan, því að
stiga höfðum við engan. Báturinn hentist til á vatninu og þeir
gláptu allir á eftir mér ofan í vatnið, en höfuðið á mér hefir
bráðlega horfið innan um kaðlana og þöngla-skúfana, sem voru
fastir við mastrið. Eg held varla að nokkur maður, jafnvel ekki
sú mesta hetja, hefði haft geð í sér til þess að fara að litast
mikið um þarna niðri. Það var viðbjóðslega einmanalegt.
„Eins og þið getið ímyndað ykkur var eg barn i þessari kafar-
ment. Enginn okkar hafði nokkru sinni kafað. Við urðum að
þefa okkur áfram til þess að fá nasasjón af aðferðinni við það,
og þetta var í fyrsta skifti, sem eg hafði farið ofan í. Það er
bölvaður óþverri. Eyrun ætla mann lifandi að drepa. Það er
svipaðast eins og þegar maður fer í baklás við að geyspa eða
snýta sér, nema tífalt magnaðra. Og svo verkjar mann í auga-