Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 127

Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 127
Eimreiðin] RITSJÁ 127 Kunnum vér eigi svo skyn á þeim málum, er hér er um fjallað, að vér viljum leggja dóm á ritgerðir þessar. En ef til vill fær Eimreiðin síðar einhvern góðan mann til þess að segja lesendum sínum nokkuð frá riti þessu. M. J. RÓBÍNSON KRÚSÓE, önnur útg. Reykjavík 1917, Bókaverslun Ár- sæls Árnasonar. Hér kemur ný útgáfa af þýðingarágripi Steingrims Thorsteinssonar af Róbínson. Er útgáfa þessi vist orðrétt eins og sú fyrri, og allar sömu myndirnar, en ofurlítið er hún öðru vísi í laginu. Hefir sonur frum- þýðandans, Axel skáld Thorsteinson, annast um þessa útgáfu. Róbínson þarfnast ekki meðmæla vorra. Hann mun í þessari útgáfu fara sömu sigurförina til ungra og gamalla, eins og hann hefir farið um öll lönd heimsins í 200 ár. Hann er í orðsins réttu merkingu „sí- gilt“ rit. M. J. ÚTILEGA, handbók útilegumanna, eftir N, Rvik 1918. Hér birtast í bókarformi smágreinar nokkrar, er komu neðanmáls í Morgunblaðinu. Eru þær um gönguferðir til heilsubótar og skemtunar. Er tilgangurinn sá fyrst og fremst, að örfa menn til þess, að fara slíkar ferðir, og svo sá, að kenna mönnum ýms holl ráð, ef þeir taki sig upp og noti þetta heilræði. Kver þetta er 32 litlar blaðsíður, en rúminu er ekki eytt til óþarfa. Þar er öllu saman þjappað sem mest má verða, og er því kverið sjálft ágætt dæmi þess, hvernig allur útbúningur göngumannsins á að vera. Enda ekki nema sjálfsagt að stinga því í vasann, þegar að heiman er farið. Óskandi væri að allir heilbrigðir menn notuðu sér heilræði „útilegu- mannanna", að ferðast fótgangandi. Fáir munu geta gert sér hugmynd um, hve yndislegt slíkt ferðalag er. Og þá er ágætt að hafa þessar leiðbeiningar, ekki síst um farangur. Ef gengið er um óbygðir, getur það riðið á miklu, að ekkert smávegis vanti, en ekki auðvelt fyrir byrj- endur að láta sér detta alt í hug. En þegar út í ferðina er komið, verður að treysta mest á eigin snar- ræði og fyrirhyggju. Þar kemur svo margt fyrir, að jafnvel þaulvanir „útilegumenn" geta aldrei gefið ráð við því öllu fyrirfram. En þau ráð, sem gefin eru í kverinu eru ágætt dæmi upp á það, að verða aldrei úrræðalaus og koma huganum af stað að finna lausnir á nýjum og nýjum vandamálum. Kverið er kjarnort, vel frá öllu gengið og hin þarfasta bók. M. J. M. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.