Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 117
Eimreiðin]
FRESKÓ
117
hans beinist mest a$ freskó-málverkum, þá er ekki kyn þótt
mér litist maðurinn vænlegur til þess aS skreyta danssalinn
yðar í Milton Ernest svo að vel færi. Reyndar held eg, að yður
muni mest þykja koma til Parísar tískunnar, og væri því best
fyrir yður aS láta mála höllina yðar af góðum handverksmanni
nákvæmlega eins og eitthvert glæsilega gistihúsið í Avenue
des Villiers, meS allskonar samsuSu af tyrkneskum rósum
og flúri ....
Þér megiS ekki misskilja mig. Eg hefi ekkert á móti Tyrk-
nesku og Japönsku skrauti, þegar því er vel fyrir komiS innan
um eikar- og álm-þiljurnar á gömlum kastala.
Svo að eg víki mér nú enn að Renzó, þá má nærri geta, að
ekki hefSi veriS til mikils aS fara fram á það viS hann aS
skreyta danssal, ef hann væri orðinn frægur málari. En nú er
hann alveg óþektur, og verður aS þola allar afleiðingar þeirra
hörSu kjara. Fyrst vildi hann ekki heyra á þetta minst, og
sýndist meira að segja verSa móSgaSur af þessari málaleitan.
En mér tókst þó smátt og smátt aS gera hann rólegan, og eg
sýndi honum fram á, aS þaS gæti verið nógu skemtilegt hlut-
verk, að prýSa sal, fimtíu feta langan, með atriSum úr Deka-
meron eSa Róland, og mega fara að öllu leyti eftir eigin höfSi.
Eg gaf honum líka ákveSiS loforS um þaS, aS hann fengi að
vera út af fyrir sig og ótruflaSur.
Hann leggur af staS á morgun meS skipi frá Civitavecchia,
og ætti því aS koma til Milton Emest í næstu viku. Eg vænti
þess, aS þér takið honum meS viSeigandi alúS, því aS hann er
prúðmenni. Um borgunina er það aS segja, að hann vill alls
enga borgun hafa, fyr en verkinu er lokiS, og þá það, sem
ySur þykir vert að borga. Þetta er nú án efa ítalskur þrái
og er ósiður, því aS þegar menn segja: ,Þér skuliS ráða borg-
uninni', þá ætlast þeir til þess aS þeim sé borgaS þrefalt
meira, en þeir hafa hugrekki til að setja upp. En þaS gæti
líka veriS af dramblæti. Eg er annars undrandi, aS Renzó
skuli vera svona ítalskur í húS og hár, því aS eg heyrSi það
sagt, að hann væri sonur umkomulausrar stúlku, sem ekki
hefSi getaS eða viljaS feSra hann. En presturinn í þorpinu
tók hann í sína umsjón og ól hann upp er stúlkan var dáin.
(Framh.)