Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 94
[Eimreiðin
Beinasta leiðin.
Flestum mun einhverntíma hafa hrotiö af vörum eitthvaö
á þessa leiö: „Æ, eg vildi nú óska að þetta stríö færi aö enda.“
Þaö er magnlaus ósk gegn þeim heljar völdum, sem nú halda
heiminum í járngreipum ófriöarins mikla. Og þó finst mörgum,
og það er aö vísu eðlilegt, að hermennirnir h 1 j ó t i að fara
að sjá, hvílíkt fádæma böl ófriðurinn leiðir yfir alla án undan-
tekningar, og verði það svo til þess að bálið hjaðni og hildar-
leikurinn hætti. Skal nú hér engu spáð um það, en að gamni
viljum vér sýna hér hugmynd konu nokkurrar ameriskrar um
það, hvernig hún hugsar sér að stríðið gæti endað. Hún klæðir
það í búning smásögu, og kallar það þessu nafni, sem hér er
haft að yfirskrift: „Beinasta leiðin“. En sagan er svona:
Klukkan hefir líklega verið orðin hér um bil tíu eða meira.
Blæjalogn og heiðríkja og alstaðar undir beru lofti myndaðist
hélan, jafnvel á stálhúfum hermannanna, sem úti voru. En niðri
í skotgryfjunum var hlýrra.
Þýsku hermennirnir sátu þarna, margar margar þúsundir.
Þeir voru synir læröra manna og hermanna. Þeir voru í djúp-
um hugleiðingum, því að Þjóðverjar hafa meira yndi af hug-
leiðingum en orustum. Hermann Schwitz lá hreyfingarlaus
langa hríð. Hann spenti greipar eins og hann væri á bæn. Loks
snýr hann sér að sessunaut sínum.
„Heyrðu, Jóhann," segir hann í hálfum hljóöum, því að
vanir hermenn tala æfinlega í hálfum hljóðum í skotgryfjun-
um. „Á morgun ætla eg að gera nokkuð.“ Hann stansar eins
og hann búist við spurningu, en Jóhann drúpir höfði og stein-
þegir.