Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 101
Eimreiðin]
PHOCA.S
101
Sjálfur talaði hann aldrei. Hann var þegar orðinn við aldur. Hárið
var farið að grána og bakið bognaði æ meir, því fleri hríslur
og kræklinga sem hann batt upp á móti sólskininu.
Það(, sem hann unni mest af öllu í litla, sjálfstæða ríkinu sínu,
voru blómin. Hann ræktaði ekki neitt slíkt, þvi eiginlega var
jörðinni ætlað að geta af sér fæðu í svanga munna. En hér og
hvar í jöðrum ræktuðu beðþnna, eða á stígunum á milli þeirra,.
uru þau eftir, eins og jörðin gat þau sjálf af sér, og þar sem
grýttast var, efst uppi á hólnum, þar sem hann hafði ekki enn
þá komist til að ryðja, óx fjöldi af viltum blómum.
Um háveturinn var þúsundfriðan eins og urmull af hvítum og
róslitum stjörnum innan um fölnað grasið. Því næst kom krók-
usinn með gullin blóm, eins og jarðvegurinn hefði skotið út ofur-
litlum sólarlogum til þess að taka á móti stóru sólinni með.
Anemónur með dúnmjúka stöngla og hnöttótt höfuð, sem fljót-
lega urðu lotin af þreytu, báru hver um sig sinn sérstaka blæ af
fjólulit, alt neðan frá bláu og upp að glóandi rauðu. Fíngerðu
narsissurnar beygðu sig jafn kurteislega i hálsinum fyrir því, þótt
þær hefðu engan spegil, hyasinturnar lituðu bikara sína, eins og
lokka á fögrum ljósálfum, vatnadísum eða öðrum verum, er vér
mundum ekki lengur trúa að væru til, en gætum alls ekki trúað
til nokkurs ills. Og ótöluleg blóm voru þar önnur, öll jafn fögur
og furðuleg. Og þegar Harpa var riðin í hlað og loftið gagnómaði
af fögnuðu og brennandi óró næturgalans, þá mátti sjá í mörgum
stöðum hvítar liljur og lýsti rautt gegn um æðanetið, sem varð
þéttast inst inni, eins og þar væri hjartastaður blómsins.
Hann gætti þess vandlega að stíga ekki ofan á neitt blómið,
og þegar hann varð að fórna þeim, sem höfðu náð því að festa
rætur í aldinreitunum, þá varð það ekki fyr en eftir stutta, hljóða
baráttu. Og hann varð að minna sjálfan sig rækiiega á það, að
allar takmarkalinur yrðu að vera beinar, áður en hann gæti fengið
af sér að draga línuna með! plógblaðinu. Hann var líka ófús á
að líta við, er því var lokið. En þetta var nærri hið eina ský, er
skygði á hamingju hans, og honum tókst einnig að dreifa því
burtu með hyggjufullu, sólhlýju brosi að sínum mannlega veik-
leika.