Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 24
J
24 NÝJA SAMBANDSLAGAFRUMVARPIÐ [Eimreiðin
Fyrst og fremst tók Alþingi 1909 ómjúkum höndum á
þeim kostum, sem þá voru í boði og sannarlega máttu
heita sæmilegir þá. Og í annan stað hefir sú sóknaraðferð,
sem fylgt hefir verið, eigi síst eftir 1908, að þrengja að
„sammálunum“ með því að færa út kvíar „sérmálanna“,
þokað oss eigi alllítið áleiðis.
Frumvarpið stofnar ekki svokallað persónusamband
milli landanna, enda hefir það samband eigi gefist betur
en svo, að nú er það eigi til framar, að minsta kosti eigi
hér i álfu. Sambandið milli landanna verður svokallað
málefnasamband (Realunion), svo lengi sem nokkurt ann-
að mál en konungurinn er sammál með löndunum. En
það er jafnframt öðru vísi en önnur málefnasambönd, þar
sem alt er uppsegjanlegt nema konungdómurinn, og verð-
ur að persónusambandi, þá er sambandi um öll önnur
sammál en konunginn er slitið.
Aðalkostir frumvarpsins er hlutleysi landsins og
siglingaflaggið. Að vísu er flest á hverfanda hveli
sem stendur, og lítið gert úr hlutleysi sumra rikja, sem
mega heita stórveldi á við oss. En margir munu þó enn
vilja mega vona, að jafn-afskektri þjóð sem íslendingum
ætti í lengstu lög að vera óhætt, að minsta kosti fyrir báh
og brandi, jafnvel þótt það slys henti Danmörku, að drag-
ast inn í ófriðinn. Vonlaust væri nú að vísu eigi um það,
að vér fengjum að vera óáreittir, þó að sambandið væri
óbreytt er Danmörk lenti í ófriðnum. Bretar mega eiga
það, að þeir greiddu fremur fyrir oss en hitt, er þeir áttu
í ófriði við Dani í Napóleonsstyrjöldinni, og væntanlega
ætti eigi að þurfa að óttast, að þeir eða aðrir yrðu lakari
oss til handa, nú en þá. En hvað sem því líður, ætti að
mega ætla oss mun öruggari en nú, ef afstaða Danmerkur
og íslands væri lík því sem hún er ráðgjörð í frumvarp-
inu, þá er til ófriðar drægi með Dönum og öðrum hvorum
ófriðaraðila, Bandamönnum eða Miðveldunum. Aulc þess
er siglingaflaggið oss eðlilegt metnaðarmál, og þegar af
þeirri ástæðu eigi lítill kostur að eignast það þegar í
stað.
Sjálfræði vort (suverænitet, fullveldi?) er nú tvímæla-