Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 26
26
NÝJA SAMBANDSLAGAFRUMVARPIÐ [Eimreiðin
illa á því, að sjálfstætt ríki sækti síðasta úrskurð deilu-
mála sinna, eigi að eins milli einstaklinga sín á milli,
heldur og milli einstaklinga og almannavalds og jafnvel
milli greina almannavaldsins, til annars ríkis og það þvi
fremur sem hvorki dómarar né málfærslumenn skilja
mál vort né þekkja hagi lýðs og lands, enda eru engin
dæmi þannig lagaðs sambands meðal annara sjálfstæðra
landa, og krafan um heimflutning dómsvalds hæstaréttar
jafngömul sjálfstjórnarkröfu vorri. í annan stað mundi
eigi vera hlaupið að því, að velja úr fámennum hóp fá-
mennrar þjóðar mann, er almenningur treysti allskostar
til þess að skamta úr framandi landi undan framandi
áhrifum skin og skugga jafnt þeim, sem hann þættist
þekkja að misjöfnu, sem hinum, er hann teldi vini sína.
Loks má búast við þvi, að sumum mundi þykja það
nokkuð íburðarmikið, að borga manni í öðru landi 9000
kr. á ári (hæstaréttardómaralaunin eftir nýju launalögun-
um dönsku) fyrir að taka þátt í dómi 1—2 íslenskra mála
á ári. Mundi sýnast hitt sýnu nær, að bæta heldur 2—3
mönnum í yfirdóminn, sem er orðinn of fámennur hvort
sem er, og gjöra hann að hæstarétti. Enda eru dómstigin
sumstaðar eigi nema 2, undirréttur og hæsti (yfir) réttur.
í Kaupmannahöfn ganga t. d. bæði einkamál og sakamál
beint til hæstarétttar frá undirréttunum þar (Hof- og
Stadsretten og Kriminal- og Politiretten).
Um myntsláttuna mega ákvæði nýja frumvarps-
ins heita söm og áður, að því undanskildu, að nú eigum
vér að geta tekið hana í vorar hendur uppsagnarlaust,
og mundi það sennilega sem sumt annað fremur verða
oss til metnaðar en raunverulegs hags.
Landhelgivörnina eigum vér og að geta tek-
ið í vorar hendur er vér viljum, en til þess þurfti upp-
sögn eftir eldra frumvarpinu. En það er hvorttveggja,
að af því nýmæli er lítið nýjabragð eftir stofnun land-
helgisjóðsins 1913, enda væri eigi fullkominn fengur i
því, úr því að Danir eiga að halda veiðirétti í landhelgi,
eins og síðar verður drepið á, þangað til honum kynni að