Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 78
78
HELJARTÖK MIÐALDAVELDANNA [Eimreiðin
pað mætti nú í fljótu bragði hugsa, að ekki væri mikill
efi á, hvor sigurinn bar úr býtum, þar sem páfinn stílaði
alla skilmálana og Hinrik varð öllu að taka. Og ekki
verður því neitað, að viðburðurinn í Kanossa sýndi áþreif-
anlega ægivald páfans. En samt er óhætt að fullyrða,
að það var Hinrik sem sigraði á fundinum; það var hann,
sem hafði sitt mál fram, en páfinn, sem lét undan. Hin-
rik hafði reiknað rétt, þegar hann lagði á sig harmkvæli
ferðarinnar til þess að ná á páfafund. En Gregoríus hafði
ekki tekið þetta með í reikninginn. Sem prestur var hann
skyldugur að afleysa þann, er kæmi i auðmýkt og sýndi
sanna iðrun. Og það er hörmulegur vottur um aðferð
Gregoríusar, að hann skyldi gleyma prestsskyldunni,
skyldu sáluhirðisins við iðrandi syndara.
pað var ekki eingöngu af hörku og grimd, að Gregoríus
lét svo lengi standa á sér í Kanossa. pað var af því, að
hann var ráðalaus. Öðru megin sá hann i veði alt sitt
mikla verk, hinu megin sá hann mann, sem hann var
skyldugur að leysa. Og mikið má það vera, ef Gregorius
hefir ekki á þessari stundu séð að eitthvað hlaut að vera
bogið við alla aðferð hans. Og þó er það ekki vist, eða ekki
sést þess neinn vottur. pað er enginn eins blindur og sá, er
heldur, að hann sé að berjast fyrir heilögu málefni.
En í Kanossa brast sigurinn úr hendi Gregoríusar.
Kirkjuvaldið var ekki nógu sterkt fyrir hann. pað fór í
höndum hans eins og bogi Ólafs í höndum Einars. Hann
dró svo hátt örina, að boginn brast. Kirkjan var ekki svo
algerlega búin að drepa niður mannlegar tilfinningar,
að menn sæju ekki, að hér var grimdarverk á ferðum,
alveg ósæmandi jarli Jesú Krists á jörðunni. Gregoríus
fékk á sig blett í áliti manna. Ekkert var, þó að Attila
eða Genserik hefði gert slíkt verk; en páfinn! hinn heilagi
faðir! Og konungshyllin var ekki dauð úr öllum æðum
á pýskalandi. Jafnvel fjandmönnum Hinriks rann til rifja
þessi smánarmeðferð á konunginum. Kanossa er eitt af
dæmunum mörgu upp á vald sjálfsfórnarinnar.