Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 87
Eimreiðin]
í LÍFI OG DAUÐA
87
fóru skrítnir tímar í hönd, flækjur miklar, viðræður dul-
arfullar, og ástamálin fengu á sig kynlegan blæ.
pannig var málum komið í vetrarlokin. Og þegar um
vorið hafði raknað svo úr málum, að brúðkaup varð
haldið. pað var tvígilt brúðkaup, eitt þeirra, er lengi eru i
minnum höfð. j?egar því var lokið, og Sigmundur og
Jón voru hvor um sig giftir öfugri brúður, voru þeir
orðnir þreyttir á öllum væringum, þýddust aftur hvor
annan án þess að taka sér það mjög nærri, og gerðust
alúðlegir friðsemdarmenn. Jarðarskiftin fóru fram i mesta
bróðerni. J?eir sýndu hvor öðrum mikla nærgætni og
bundu ekkert fastmælum, nema bráðnauðsynlegt þætti.
þar sem vinir og svilar áttu i hlut var síst þörf á að vera
mjög nánasarlegur eða formfastur.
Hin endurborna vinátta entist til sumarloka og meiri
hluta vetrar. Að vísu hafði skammdegið nokkra hugar-
æsing í för með sér, er spilti skapinu og leitaði útrásar.
En sé manni nokkurnveginn létt um tungutak, er hægt
að ryðja ósköpunum öllum úr sér með blóti. Auðvitað
er það örðugleikum bundið, að þurfa að hafa mann með
holdi og blóði, er telur sig jafnsnjallan manni sjálfum,
alt of nærri sér, dag eftir dag, og einkum að sofa undir
sama þaki og hann, án þess að láta af og til undan löngun
sinni að lúskra honum og sjá hann flatan undir sér. Eink-
um var þetta örðugt Sigmundi, sem var bráðlyndari og
umbrotasamari. En hins vegar er það dálítið varúðar-
vert, að slíta vináttu, þegar menn eiga sameiginlegra hags-
muna að gæta og viðskiftaefnin eru ekki mjög skýrlega
afmörkuð. Menn fresta slíku í lengstu lög. Menn streit-
ast i móti líkt og þrjóskur tarfkálfur. En ef nú konan
h a n s elur son, þar sem manns eigin kona hefir að eins
getað boðið upp á dóttur — ja, þá verður maður annað-
hvort að vera eng'ill eða geldingur til þess að geta haft
lengur stjórn á sér. pá tekur maður það til bragðs ein-
hvern vetrardaginn, að aka áburði á einhvern hluta túns-
ins, er maður vitaskuld man vel — en er alls ekki skyld-
ugur til að muna — að kom í hlut hins, samkvæmt munn-