Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 42
42
VEISLAN í GRYFJUNNI
[Eimreiðin
Eg hefi aldrei á æfi minni fengist viS ræSuhöld. En nú fann
eg aS eitthvaS varö aö aöhafast. Nú eöa aldrei. Eg stóö uop.
„Félagar," byrjaöi eg. „Þaö er mér sönn ánægja, aö bjóöa ykk-
ur velkomna, enda þótt svo sýnist, sem nokkrir dagar séu síöan
þiö hafiö rakaö ykkur, og mér detti ósjálfrátt í hug brunnir pctt-
botnar, þegar eg lít framan í ykkur.“
(Bill: „Þú ættir aö sjá þig sjálfan.“).
„Þegi þú, Bill!“ sagöi eg og hélt svo áfram: „Auövitaö væri
mjög ranglátt aö atyröa ykkur, úr því aö forin var nú svona
sköpuö, aö hún klínist á mann. Einhversstaðar verður hún aö
vera, og eg get svo vel skilið, aö henni getist betur aö andlit-
unum á ykkur en gryfjunni. En þiö heföuö getaö rakað ykkur.
Þau eru farin aö veröa nokkuð löng, þessi þrjú hár á efri vör-
inni á honum Pryor.“
„Já, í stækkunargleri,“ skaut Mervín inn í.
„Haltu þér saman!“ kallaði eg, og Mervin baö afsökunar auö-
mjúklega. „Þessi miödegisveisla hefir veriö snild,“ sagöi eg. „F.ng-
inn hefir legiö á liði sínu.“
„Nema þú,“ murraöi Bill. „Þú sast og varst aö skrifa hálfan
daginn, í staö þess aö vinna þitt verk, skræla kartöflur og brytja
lauk.“
„Þessi háttvirti herra þama aftast, gæti látiö það vera, aö
sneiða aö mér,“ sagöi eg. „Eg skrældi aö vísu ekki kartöflurnar
né steytti tvíbökumar. En þaö var af því að eg var að gegna em-
bættisskyldu minni sem sagnaritari 3Öja herflokks. Eg get ekki
hvorttveggja í senn gjört ykkur feita og fræga, þótt eg feginn
vildi. Þið eruð allir meiri og minni heiðursmenn. Þarna er nú
t. d. hann Golíat, fullorðni fíllinn-------“.
(Golíat: „Ætli þaö væri ekki ftóg aö segja fíls-ungi“).
„Mervín, sem ferðast hefir um heim allan, og etur jafnvel dósa-
kjöt með ágætri lyst; Pryor, sem hatar stúlkubörn með digrum
kálfum; Kore, meistarinn í aumlegum kýmnisyrðum; Bill, sem
aldrei þreytist að hnupla nýorpnum eggjum; og svo Stoner —
eg sé nú þegar blóðiö streyma um vanga hans og blikið í aug-
um hans já, Stoner, eg endurtek þetta nafn með lotningar-
fullri aðdáun. Eg lít á skálarnar á boröinu, og augu mín fyllast