Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 48
48
GUÐINN GLERAUGNA JÓl
tEimreiðin
brýrnar og gagnaugun, sko hérna, eins og þaS ætli að rifna og
engu líkara en inflúensu í hausnum. Og það er heldur engin
Paradísar fró og friður í lungunum eða annars staðar. Og svo
er þetta að sökkva niður svipaðast og í lyftu, nema miklu verra.
Og ómögulegt er að hræra höfuðið til þess að litast um, hvað
sé yfir manni, né heldur er hægt að skima niður fyrir fæturna
nema með því að beygja sig og þá rekst eitthvað í mann og ætlar
að drepa mann. Og þegar niður kom var sótsvarta myrkur, fyrir
utan ösku- og vikurleðjuna í botninum. Það var eins og að fara
úr dögiminni niður i svartnættið.
Mastrið reis þarna eins og draugur upp úr myrkrinu fyrir
framan mig, og svo var þar heil fiskitorfa og svo iðandi sægróð-
urinn, sem slóst í allar áttir og í sama bili dumpaði eg hranalega
niður á þilfarið á „Frumherjanum", svo að fiskarnir, sem voru
þar að gæða sér á líkunum, tvístruðust í allar áttir, eins og mý
af mykjuskán í sólskini. Eg skrúfaði snöggvast frá lofthylkinu
— því að það var megnasta hrælykt úr Jóa eftir alt samaii,
þrátt fyrir rommið — og svo stóð eg kyr augnablik til þess að
ná mér. Það var hráslaga hrollkalt þarna niðri og það dró úr
mollu-loftinu.
Eg fór nú smámsaman að koma til sjálfs mín aftur, og fór
þá að litast um þarna. Það var einkennileg sjón. Meira að segja
sjálft ljósið og birtan var einkennileg, það var nokkurs konar
rauðleitt hálfrökkur vegna sægróðursins, sem teygði sig upp eftir
sjónum báðu megin við skipið. En beint uppi yfir mér var blár
blettur, eins og fölleit tunglskinsglæta. Skipið hallaðist lítilsháttar
á stjómborða, en annars var þilfarið marflatt og slétt, og var
hulið myrkri, eins og skurður milli þaraskóganna báðu megin.
Engan dauðan fann eg á þilfarinu. Þeir hafa víst legið í þaran-
um, og seinna rakst eg svo á tvær beinagrindur í káetunni. Þar
hafa þeir druknað. Það var undarlegt að standa þarna, eg segi
það satt, og skoða þetta alt, sem eg þekti svo vel. Þarna var
grindin, sem eg oft hafði staðið uppi við á nóttunni, kveikt mér
í pípunni minni og horft á stjörnurnar. Og þarna var skotið,
þar sem skröggurinn frá Sydney var að leita ásta ekkjunnar,
sem með okkur var. Það var ekki nema mánuður síðan þau voru