Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 43
Eimreiðin]
VEISLAN í GRYFJUNNI
43
tárum — yfir því aS úr þeim skuli vera búiö. AS eins eitt er
eftir. Góöir menn! Fyllið glösin!“
„Við höfum ekkert nema vatn,“ sagði Bill.
„Því erum við nú vanastir,“ sagði Kore.
„Þegið þið!“ sagði eg. „Vatn er ágætt. Eruð þið tilbúnir?
Flokks-matsveinn Stoner lifi! Og óskum þess allir, að við meg-
um lengi njóta hans!“
Við tæmdum glösin. Rétt í því er við vorum að setjast, gengu
menn framhjá með sjúkrabörur. Áhyggjusvipur var á andlitum
þeirra, og þeir voru ataðir blóði.
„Hvað hefir komið fyrir?“ spurði eg.
„Það var eldhúsið,“ svaraði einn af þeim. „Þeir voru að elda
í skúrnum þarna fyrir handan, rétt hjá „Belju-kastalanum“. Þá
kemur alt i einu sprengja, beint í gegn um þakið. Boms. Báðir
fæturnir slitnuðu af yfirmatsveininum og Erney, þekkið þið hann
ekki?“
Jú, við þektum hann vel allir saman.
„Dauður,“ sagði einn burðarmaðurinn. „Veslingur. Hann féll
í óvit. Við bárum hann inn í sjúkraskýlið. Þegar við vorum í
dyrunum, raknaði hann við, og reis upp á börunum: „Mamma!“
sagði hann, og svo ekki meira. Hann valt út af — dauður."
Við stóðum lengi hljóðir. En hvað blómin voru alt í einu orðin
visin og föl. Vindlarnir láu þar sem við höfðum lagt þá frá okkur.
Það rauk úr þeim, en enginn snerti þá. Dáinn. Veslingur. Hann
var svo kátur og viðfeldinn unglingur. Alt af lá vel á honum
og alt af var hann hjálpsamur. Nokkrum sinnum hafði hann gefið
mér heitt vatn í te, þó að það væri á móti reglunum.
„Hvað þetta er alt kynlegt,“ sagði Stoner. „Alveg eins hefði
það getað verið einhver af okkur! Mér finst við ættum að fara
með þessi blóm og leggja þau á leiðið hans.“
Um kvöldið tókum við kerið með valmúunum, komblómunum,
rósunum og nellikunum og settum það á kalda, dökka moldar-
binginn, sem hylur líkama Erneys, káta og góðlynda unglingsins.
Hvíli hann í friði.
M. J. þýddi.