Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 17
Eimreiðin]
Nýja sambandslagafrumvarpið.
Hann var að vísu ekki stór skatturinn, sem Danir skömt-
uðu oss með stöðulögunum svokölluðu 1871, enda mun
cinhver hafa nefnt hann „Litla skattinn“. En hann var
þó svo margbrotinn og reiddur svo fram með stjómar-
skránni 1874, að oss hefir orðið allmikið úr honum, eink-
um eftir heimflutning ráðherradómsins 1904.
Aðgreiningin milli „sérmála“ og „sammála“ hefir eigi
komið stöðulagahöfundunum að því haldi, sem þeir senni-
lega hafa ætlast til. Sérmálin voru upphaflega eigi fleiri
en níu, öll önnur málefni landsins áttu að vera „sammál“,
í þeirri mjög svo einkennilegu merkingu, að Danir áttu
að vera e i n ráðir um s a m málin.
Sammál hafa, auk konungs, til skamms tíma verið
talin þessi: Utanrikismálin, hermálin, landhelgigæslan,
fæðingjaréttur, myntslátta, hæstiréttur, siglingaflaggið og
svokölluð lögtign. En með öll þessi mál hefir þó að meira
eða minna leyti verið farið af vorri hendi, sem þau væru
sérmál. pví til sönnunar skal hér lauslega getið einstakra
dæma úr lagasetningu vorri um þessi mál, sem bæði 1. gr.
stöðulaganna og 1. gr. stjóx-narskrárinnar þó undanþiggja
öllum lagasetningaráhrifum af vorri hendi. Lagastaðirnir
eru nefndir neðanmáls, til þess að lesendurnir geti fyrir-
hafnarlítið sjálfir gengið úr skugga um, að jafnvel stöðu-
laga- og stjórnarskrárgjafinn hefir sjálfur brotið þann
merkjagarð, er hann hafði reist milh sérmála og sam-
mála. Og það að vonum. Greinagerðin milli sér- og sam-
mála er víða hugarburður, og því að sama skapi ógerleg
i verki. Utanríkismálin eru t. d. ekki til sem
2