Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 30
30
NÝJA SAMBANDSLAGAFRUMVARPIÐ [Eimreiðin
lagaákvæði, sem veita íslendingum nokkur forréttindi í
r a'u n o g v e r u, en hagga þó eigi í minsta máta jafn-
rétti Dana og íslendinga að lögum. J?að er áskilið i at-
hugasemdunum sem dæmi, að breyta skuli ákvæðum 10.
gr. stjórnskipunarlaganna 1915. J?að er áskilið í J>ví skyni,
að afnema „mismun þann á kosningarrétti“, sem greinin
gjörir á Dönum og íslendingum. En það verður ómögu-
legt að koma því til leiðar — af þvi að mismunurinn er
enginn, alls enginn. pað er jafnómögulegt og að fylla
fult ílát.
10. gr. stjórnskipunarlaganna segir að „karlar og kon-
ur, sem fædd eru hér á landi eða hafa átt hér lögheimili
siðastliðin 5 ár .... o. s. frv“ megi kjósa. J?etta gildir
jafnt um íslendinga sem Dani. íslendingur (maður af
íslensku foreldri) má þvi að eins kjósa, að hann sé annað-
hvort fæddur hér eða hafi átt hér heima síðastliðin 5 ár.
Sé hann fæddur hér, þarf eigi aðra heimilisfestu hér
á landi en eins árs heimilisfang í kjördæmi hans. Sé hann
hins vegar eigi fæddur hér, verður hann, að meðtöldu
kjördæmisheimilisfanginu, að hafa átt hér heima 5 næstu
árin á undan kosningu. Öldungis sama gildir um Dan-
ann. Sé hann fæddur hér, þarf hann eigi, fremur en Is-
lendingurinn, frekara heimilisfang en eins árs i kjördæmi
sínu. Sé hann aftur á móti ekki fæddur hér, verður liann
að hafa átt heima hér á landi 5 ár undan kosningu, þar
af 1 ár í kjördæmi sínu. Hver er munurinn? Eg finn
hann hvergi nema á bls. 169 í „Statsforfatningsret“ próf.
Berlin, Kaupmannahöfn 1916. En sá höfundur er of skygn
á „misrétti“ Dana og íslendinga hér á landi og „ágengni“
vora á rétt Dana, til þess að það hefði átt að villa sjónir
jafnskýrum mönnum og fjölluðu um frumvarpið af vorri
hendi.
Nú, en þetta, sem að eins er áskilið í athugasemdunum,
mætti sennilega laga, alténd er Danir væru sannfærðir um
að það hefði bygst á misskilningi. En hér gætu fleiri
fiskar legið undir steini. Breytingin á 10. gr. stjórnskip-
unarlaganna er áskilin sem d æ m i. par að auki er það
ráðgjört i athugasemdunum, að bæði verði fæðingjaréttar