Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 46
46
GUÐINN GLERAUGNA-JÓI
[Eimreiöin
höfn, — eintómir skipstjórar og enginn háseti. Og svo stóö nú
kafarabúningurinn þarna og beiö síns tíma. Sanders litli, það
var nú kjaftfor kunningi, og það var nú satt að segja kyndug
sjón að sjá þetta gerpi standa þarna með þennan líka smáræðis
haus og starandi gleraugun, og hann kunni lika að lýsa því.
Hann kallaði hann ,Gleraugna-Jóa‘ og talaði við hann eins og
menskan mann. Hann spurði hann, hvort hann væri giftur og
hvernig konunni hans liði og litlu Gleraugna-Jóunum. Við ætl-
uðum að rifna sundur úr hlátri að þessu. Og á hverjum drott-
ins-degi drukkum við tvímenning við hann, skrúfuðum annað
gleraugað úr honum og skvettum rommi úr staupinu inn í Gler-
augna-Jóa. Það var óþverra hrælykt úr honum fyrst, en svo var
lyktin farin að verða svo yndisleg, hreint eins og upp úr brenni-
vínsámu. Já, það voru fírugir dagar, eg segi það satt. Okkur
var hulið það, sem i vændum var, greyjunum.
„Við kærðum okkur ekki um að spilla öllu með flaustri, og
vorum heilan dag að fika okkur upp eftir síkinu, þar sem við
vissum að „Frumherjinn" lá milli tveggja grárra, nybbóttra
skerja. Það voru hraundrangar og stóðu nærri því upp úr. Við
urðum að leggja henni hér um bil hálfa mílu frá til þess að
hafa örugt lægi, og alt ætlaði í háa loft út af því, hver ætti
að verða eftir um borð. Og þarna lá hún, alveg eins og þegar
hún sökk. Við sáum möstrin á henni svo greinilega. Deilan end-
aði með því að allir fóru í bátinn. Eg kafaði strax í dögun á
föstudaginn.
„Það var nú kyndug ferð, lagsmaður! og alt öðru vísi en eg
bjóst við. Eg sé það enn fyrir mér svo greinilega. Það var
skrítinn staður, og dagsbirtan var rétt að koma. Fólk hér heima
heldur, að hver himnaríkisstaður i heitu löndunum sé eins, alt af
slétt strönd með pálmaviði og hægu brimi. Biðjið fyrir ykkur!
Þessi staður, til dæmis, var ekki þesslegur. Það voru ekki venju-
legir klettar, holaðir af brimi. Nei, það var likast eins og bogin
strandlengja úr gjallhrúgum, fljótandi í grænu slími, og í ein-
staka stað stóðu eins og gaddakylfur upp úr því, og vatnið var
gagnsætt og glært eins og hálagler, en glampaði á það með mó-
ry£lulegum. grá-svörtum blæ, en innan um hvísluðust rauð-