Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Side 46

Eimreiðin - 01.01.1918, Side 46
46 GUÐINN GLERAUGNA-JÓI [Eimreiöin höfn, — eintómir skipstjórar og enginn háseti. Og svo stóö nú kafarabúningurinn þarna og beiö síns tíma. Sanders litli, það var nú kjaftfor kunningi, og það var nú satt að segja kyndug sjón að sjá þetta gerpi standa þarna með þennan líka smáræðis haus og starandi gleraugun, og hann kunni lika að lýsa því. Hann kallaði hann ,Gleraugna-Jóa‘ og talaði við hann eins og menskan mann. Hann spurði hann, hvort hann væri giftur og hvernig konunni hans liði og litlu Gleraugna-Jóunum. Við ætl- uðum að rifna sundur úr hlátri að þessu. Og á hverjum drott- ins-degi drukkum við tvímenning við hann, skrúfuðum annað gleraugað úr honum og skvettum rommi úr staupinu inn í Gler- augna-Jóa. Það var óþverra hrælykt úr honum fyrst, en svo var lyktin farin að verða svo yndisleg, hreint eins og upp úr brenni- vínsámu. Já, það voru fírugir dagar, eg segi það satt. Okkur var hulið það, sem i vændum var, greyjunum. „Við kærðum okkur ekki um að spilla öllu með flaustri, og vorum heilan dag að fika okkur upp eftir síkinu, þar sem við vissum að „Frumherjinn" lá milli tveggja grárra, nybbóttra skerja. Það voru hraundrangar og stóðu nærri því upp úr. Við urðum að leggja henni hér um bil hálfa mílu frá til þess að hafa örugt lægi, og alt ætlaði í háa loft út af því, hver ætti að verða eftir um borð. Og þarna lá hún, alveg eins og þegar hún sökk. Við sáum möstrin á henni svo greinilega. Deilan end- aði með því að allir fóru í bátinn. Eg kafaði strax í dögun á föstudaginn. „Það var nú kyndug ferð, lagsmaður! og alt öðru vísi en eg bjóst við. Eg sé það enn fyrir mér svo greinilega. Það var skrítinn staður, og dagsbirtan var rétt að koma. Fólk hér heima heldur, að hver himnaríkisstaður i heitu löndunum sé eins, alt af slétt strönd með pálmaviði og hægu brimi. Biðjið fyrir ykkur! Þessi staður, til dæmis, var ekki þesslegur. Það voru ekki venju- legir klettar, holaðir af brimi. Nei, það var likast eins og bogin strandlengja úr gjallhrúgum, fljótandi í grænu slími, og í ein- staka stað stóðu eins og gaddakylfur upp úr því, og vatnið var gagnsætt og glært eins og hálagler, en glampaði á það með mó- ry£lulegum. grá-svörtum blæ, en innan um hvísluðust rauð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.