Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 110
[Eimreiðin
Er íslenskt þjóðerni í veði?
Töluvert hefir heyrst um þetta efni á síðari árum, eink-
um út af umræðum um samband íslands og Danmerkur.
Hefir sú skoðun heyrst, að sambandsslit við Danmörku
mundu leiða til þess, að einhver stórþjóðin mundi
„gleypa“ ísland með húð og hári, og íslenskt þjóðerni
færi þann veg forgörðum. Eina vonin um viðhald íslensks
þjóðernis og íslenskrar tungu væri í sambandi við Norður-
lönd.
pelta skal nú ekki þaulrætt hér. En benda má á það,
að þessi skoðun hefir jafnan komið fram í almennum
orðatiltækjum, en eklci verið sýnt fram á það með ljós-
um rökum hvað til þessa beri. Hví mundu stórþjóðirnar
„gleypa“ ísland og hvernig, ef það væri skilið við Dan-
mörku? Og hvað hamlar þeim að gera það, þó að ísland
sé í sambandinu? pað er nú töluverður tími síðan ísland
skildi við Danmörku i flestu því, sem hér mundi máli
skifta, og hefir þó ekki enn borið á þvi að mun, að það
hafi haft skaðlegar afleiðingar.
Og svo má auk þess benda á það, að skilnaður við Dan-
mörku, er ekki sama og skilnaður við Norðurlönd. Gæti
meira að segja farið svo, að þá fyrst yrði ísland með
einlægni í sambandi við Norðurlönd, þegar það stæði óháð
lagalega og jafnfætis hinum ríkjunum. Líklega læra Danir
og íslendingar aldrei til fulls að skilja hvorir aðra fyr
en öll bönd mílli þeirra eru leyst eða gerð svo rúm, að
hvorugur særist neins staðar undan þeim.