Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 77

Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 77
Éimreiðin] tlÉLJARTÖK MÍÐALlIAVELDANNA 77 vissi því ckki, hvort Hinrik væri kominn til þess aö auð- mýkja sig, eða í broddi fyrir þýska hemum. Honum þótti þvi ráðlegast að vera var um sig, og lagði lykkju á leið sína til kastalans Kanossa. þann kastala átti Matthildur greifinna, vinkona páfans, voldug mjög. Saga hennar, og ættarinnar, er mjög merkileg og þýðingarmikil fyrir sögu páfadæmisins, þó að ekki sé hún rakin hér. Kanossa var víggirt með þremur háum og stæltum múrum, og hreykti sér uppi á snarbrattri hæð. Betra og öruggara vígi gat páfinn ekki kosið. Auk Hinriks komu á páfafund í Kanossa fjöldi af klerk- um, sem voru i banni. Lét páfi varpa þeim í fangelsi og lagði þvi næst á þá þyngstu skriftir auk þess sem þeir urðu að sverja að veita Hinriki enga þjónustu. pegar Hinrik kom til kastalans náði hann fyrst fundi Matthildar, og hún bar mál hans fyrir Gregoríus. Hann svaraði, að það gæti að eins komið til mála að leysa hann af banninu ef hann lýsti þvi sjálfur yfir, að hann væri afsettur konungdóminum og óhæfur til ríkisstjórnar. Gengu nú málin lítt saman. pá alt í einu sést Hinrik standa í yfirbótarklæðum fyrir utan kastalann. pað var 25. janúar 1077. Inn fyrir ysta múrinn var honum hleypt, en lengra ekki. par stóð hann svo i nístandi storminum í þrjá daga, og mátti enginn líta hann án meðaumkunar — nema hinn heilagi faðir. Matthildur grátbændi páfann að sýna miskunnsemi og alhr lögðu að honum. En hann var óbifanlegur. Loks varð hann þó að láta undan, og leyfa, að Hinrik kærni á sinn fund. Hinrik varpaði sér flötum, grét og baðst griða á margan hátt. Páfi leysti hann þá af banninu með ótal skilyrðum. En helstar greinir voru þær, að Hinrik átti að mæta fyrir kirkjuþingi og þola þar dóm. Fram að þeim tíma mátti hann enga tign taka og á engan hátt gera tilraun til að hefna sín. Yrði hann dæmdur sekur, átti hann að hlýða mótmæla- laust, en yrði hann settur í tign sina aftur, átti hann að stjórna samkvæmt boðum páfa. Alt þetta staðfesti hann með dýrasta eiði. pannig endaði fundurinn í Kanossa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.