Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 118
[Eimreiðin
Ritsjá.
SIG. HEIÐDAL: HRÆÐUR I: JÓN A VATNSENDA. Útg. fé-
lagið „Hlynur“. Umboðsm. Arinbj. Sveinbjarnarson. Rvík 1918. 265
bls. 8vo.
Höfundur þessi færist eigi lítið í fang með bók þessari. Hann hefir
eigi valið sér að yrkisefni neitt hversdags baðstofuhjal eða annað, sem
auðvelt er að láta fljóta úr pennanum, heldur lætur hann lenda saman
lífsskoðunum tveggja manna, sem hvorugur er neinn flysjungur. Hver
setning bókarinnar svo að segja, er átak af öllu afli og er það jafnan
hressandi fyrir lesandann og verðskuldar mikla viðurkenningu. Það er
alt af eitthvað hundslegt við það að leggja frá sér bók með þeirri til-
finning, að höfundurinn.hafi fengið mann til þess að gína yfir gagns-
lausri flugu, og að maður muni hafa haft eins mikið eða meira fyrir
að lesa bókina en höfundurinn að skrifa hana. Þessa tilfinning er ekki
unt að hafa eftir lestur þessarar bókar Heiðdals.
Að því er mér er kunnugt, er þetta önnur bók höfundarins. Hin fyrri
var „Stiklur", safn af smásögum, og skal eg játa, að eg átti mjög
erfitt með að vita með vissu út í hvað þær stiklur lágu, hvort heldur
tæki við hinu megin hversdagslegar mosaþembur eða ódáinsakur listar-
innar. Þó var þar ýmislegt, er gaf fremur vonir um hið síðar talda.
Það var eitthvað djarflegt við efnisval og frásögn höfundarins, sem
gaf von um, að hann væri að stikla yfir í fegurra heimkynni.
Og nú er komin bók eftir hann, sem mjög styrkir þessa von! Eg
segi að það styrki vonina, en ekki að hún hafi rætst, því að það er enn
þá nokkuð ófullgert við höfundinn. Honum hættir við að nota nokk-
uð mikið frásagnar aðferðina, segja hvað gerst hafi, í stað þess að
láta það gerast, segja hvað menn hafi talað í stað þess að láta þá
tala o. s. frv. Er furðulegt, hve höfundar vorir stranda á þessu alþekta
skeri, eins og ritdómarar geti aldrei kynt nógu sterkan vita á því.
En þetta verður til þess, að alt fær á sig meiri „landafræðiblæ“, án
fossahljóðsins, í stað þess að lifið iði og sprikli og haldi lesandanum
sívakandi. Vil eg í þessu sambandi bera saman fyrri hluta bókarinnar