Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Page 118

Eimreiðin - 01.01.1918, Page 118
[Eimreiðin Ritsjá. SIG. HEIÐDAL: HRÆÐUR I: JÓN A VATNSENDA. Útg. fé- lagið „Hlynur“. Umboðsm. Arinbj. Sveinbjarnarson. Rvík 1918. 265 bls. 8vo. Höfundur þessi færist eigi lítið í fang með bók þessari. Hann hefir eigi valið sér að yrkisefni neitt hversdags baðstofuhjal eða annað, sem auðvelt er að láta fljóta úr pennanum, heldur lætur hann lenda saman lífsskoðunum tveggja manna, sem hvorugur er neinn flysjungur. Hver setning bókarinnar svo að segja, er átak af öllu afli og er það jafnan hressandi fyrir lesandann og verðskuldar mikla viðurkenningu. Það er alt af eitthvað hundslegt við það að leggja frá sér bók með þeirri til- finning, að höfundurinn.hafi fengið mann til þess að gína yfir gagns- lausri flugu, og að maður muni hafa haft eins mikið eða meira fyrir að lesa bókina en höfundurinn að skrifa hana. Þessa tilfinning er ekki unt að hafa eftir lestur þessarar bókar Heiðdals. Að því er mér er kunnugt, er þetta önnur bók höfundarins. Hin fyrri var „Stiklur", safn af smásögum, og skal eg játa, að eg átti mjög erfitt með að vita með vissu út í hvað þær stiklur lágu, hvort heldur tæki við hinu megin hversdagslegar mosaþembur eða ódáinsakur listar- innar. Þó var þar ýmislegt, er gaf fremur vonir um hið síðar talda. Það var eitthvað djarflegt við efnisval og frásögn höfundarins, sem gaf von um, að hann væri að stikla yfir í fegurra heimkynni. Og nú er komin bók eftir hann, sem mjög styrkir þessa von! Eg segi að það styrki vonina, en ekki að hún hafi rætst, því að það er enn þá nokkuð ófullgert við höfundinn. Honum hættir við að nota nokk- uð mikið frásagnar aðferðina, segja hvað gerst hafi, í stað þess að láta það gerast, segja hvað menn hafi talað í stað þess að láta þá tala o. s. frv. Er furðulegt, hve höfundar vorir stranda á þessu alþekta skeri, eins og ritdómarar geti aldrei kynt nógu sterkan vita á því. En þetta verður til þess, að alt fær á sig meiri „landafræðiblæ“, án fossahljóðsins, í stað þess að lifið iði og sprikli og haldi lesandanum sívakandi. Vil eg í þessu sambandi bera saman fyrri hluta bókarinnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.