Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 32
32
NYJA SAMBANDSLAGAFRUMVARPIÐ [Eimreiðin
þeir tollað vorar vörur eftir vild, og er það að vísu jafn-
rétti móts við oss, en mundi eigi verða til búdrýginda,
ef til kæmi, að þeir notuðu sér heimildina. En það munu
þeir sennilega eigi gera, meðan þeir sjá hag sinn í að
versla við oss.
Annars er rétt að geta þess, að oss stendur sennilega
eigi mikil og síst bráð hætta af 6. gr. frá Dönum. peir hafa
að Færeyingum sleptum, lítt sótt í matarholur vorar á
seinni árum, og landhelgin er nógu stór handa oss og
Færeyingum. Hitt mætti sennilega eigi síður orða, að
aðrir kynnu ef til vill að fara fram á, að sér yrðu gerð
lík jafnréttisskil og Dönum. Og er þó nokkuð ólíku saman
að jafna um þ a ð jafnræði, sem Dönum er beint ætlað
i 6. gr., þar sem það mundi verða álitið sem nokkurs konar
lausnargjald. Annars verður hættulegustu útlendu áhrif-
unum, ofurmagni peninganna, i fátæku en viðreisnarlík-
legu landi trauðla varist með lögum einum. par reynir
eigi síður á brjóst þeirra, sem með völdin fara.
Eftir eldra frumvarpinu áttu Danir að svara oss 1V2
miljón í notum þess, að tillagið svokallaða, 60.000 kr. á
ári, átti þá að falla niður. Hins vegar áttu forréttindi ís-
lenskra stúdenta til Garðsstyrks þá að haldast. Og elck-
ert áskilið um að kostnaður Dana af skrifstofuhaldi voru
í Kaupmannahöfn skyldi falla niður. pað er í mesta
máta eðlilegt, að vér kostum sjálfir réttargæslu vora í
Kaupmannahöfn. Og líku máli gegnir um lausn undan
Garðforréttindunum, alténd til handa þeim stúdentum,
sem mentast geta hér heima. En hvað sem þessu líður,
verður eigi sagt, að fulltrúar vorir hafi verðlagt niðurfell-
ingu núverandi framlaga Dana til vor, sem alt af hefir
verið skoðað sem endurgreiðsla skuldar, of hátt, síst ef
gætt er peningaverðs nú.
pó stingur það sterkar í stúf, að bótafénu, báðum mil-
jónunum, er fyrirfram ráðstafað í tilteknu skyni og Dön-
um fengin einkaumráð yfir annari miljóninni, sem telja