Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 29
Eimreiöin] NÝJA SAMBANDSLAGAFRUMVARPJÐ
29
þar sem er fiskisæld vor og fossar. Greinin er í 5 máls-
greinum og er á þessa leið:
„Danskir rikisiborgarar njóta að öllu leyti sama réttar á ís-
landi sem íslenskir rikisborgarar fæddir þar, og gagnkvæmt.
Ríkisborgarar hvors lands eru undanþegnir herskyldu í hinu.
Bæði danskir og íslenskir ríkisborgarar hafa að jöfnu, bvar
sem þeir eru búsettir, frjálsa heimild til fiskiveiða innan land-
belgi hvors ríkis.
Dönsk skip njóta á íslandi sömu réttinda sem íslensk s'kip
og gagnkvæmt.
Danskar og islenskar afurðir og aírek skulu gagnkvæmiega
eigi að neinu leyti sæta óhagkvæmari kjörum en nokkurs annars
lands.“
1. málsgrein athugasemdanna um frumvarpsgreinina
er á þessa leið:
„Sjálfstæði landanna hefir í för með sér sjálfstæðan ríkis-
borgararétt. Þess vegna er af Dana hálfu lögð áhersla á, að
skýlaust sé ákveðið, að öll rikisborgararéttindi sé algjörlega
gagnkvæm án nokkurs fyrirvara eða afdráttar. Af þessari gaga-
kvæmni leiðir það, að afnema verður allar þær takmarkanir,
sem nú eiga sér stað á fullu gagnkvæmu jafnrétti (svo sem
mismun þann á kosningarrétti, sem kemur fram í 10. gr. stjórn-
skipunarlaga íslands frá 19. Júni 1915).“
6. greinin, að undanskilinni 2. málsgr., sem áður er
minst á, er ísjárverðasta ákvæði nýja frumvarpsins, sér-
staklega ef ætlast er til, að hún verði skilin svo sem niður-
lag 1. málsgr. athugasemdanna virðist benda til.
Mergurinn málsins liggur i 1. málsgr. frumvarpsgrein-
arinnar, þar sem áskilið er að danskir ríkisborgarar skuli
hafa sama rétt hér á landi sem hér f æ d d i r íslenskir
ríkisborgarar. Að því sleptu, að hér virðist vera girt fyrir,
að íslendingar geti geymt sér sjálfum nokkra sérstöðu
að lögum jafnt i smáu sem stóru, virðist athuga-
semdin benda til þess, að ónýta skuli ýms þegar sett