Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 36
3fi NÝJA SAMBANDSLAGAFRUMVARPIÐ [Eimreiðín
dig“, sbr. og athugasemd um 6. gr. en er röng á hinu,
gagnkvæmur merkir oftast nánast sama og „báðum meg-
in“. En baga gjörir þetta þó naumast, þar sem danska
orðið „omvendt“ er tvimælalaust í því sambandi, enda
gerðarnefndin svo skipuð, að danski textinn mundi, ef
milli bæri, verða látinn skera úr. pá er eigi ofsagt á ís-
lensku i niðurlagi 2. málsgr. 7. gr.: „til þess að starfa
að“ í stað „til Behandling af“ á samsvarandi stað í danska
textanum. Líku máli gegnir sennilega um „varða“ (bæði
Danmörku og ísland) í 12. gr. og „af fælles Betydning“
í danska textanum, en hvorttveggja meinlaust eða mein-
litið. „Afrek“ i 5. málsgr. 6. gr. er óviðfeldið orð í þeirri
merkingu, sem það þar á að hafa, en skánar sennilega,
verði það munntamt.
f’ótt nú þannig vanti nokkuð á, að frumvarpið sé svo,
sem á hefði mátt kjósa best í vorn garð, þá þarf það engan
sæmilega sanngjarnan mann að undra, enda verða brestir
þeir, sem sumir Danir munu á því finna i sinn garð, senni-
lega hvorki færri né veigaminni að þeirra dómi enþeir,sem
hér hefir verið bent á. pað er óvanalegt, að annar samn-
ingsaðili fái öllum sínum kröfum framgengt. Síst má
búast við slikum úrslitum, er annar aðili á allmiklu meira
undir sér en hinn. Og allra síst verður fulltrúum vorum
kent um bresti þá, sem á frumvarpinu kunna að vera.
J?eir mundu geta sagt nú, líkt og fyrirrennarar þeirra
hefðu getað sagt 1908, að þeir sættu sig við úrslitin
sem vel viðunanleg, enda þó að þeir hefðu tekið við meiru,
cf þess hefði verið kostur.
Frumvarpið, sem eins og raunar flest verk mannanna er
enn glæsilegra fljótt á litið en krufið til mergjar, markar
gagngjörða breytingu á afstöðu land-
a n n a, eins og hún mun vera talin af flestum fræði-
mönnum utan Islands.
Og verði frekari breytingar eigi gjörðar á afstöðu Dana
og íslendinga hér á landi en þær, sem frumvarpsgrein-