Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 109
Eimreiðin]
PHOCAS
109
Phocas brosti svo bamslega, aS hann eyddi Ó5ara allri tor-
trygni og kom þeim til að gleyma smásálarskapnum.
— ÞaS er vegna blómanna, mælti hann, einnig vegna útsýn-
innar, en hennar fæ eg nú ekki aS njóta lengur.
— Og blómin færSu ekki lengur aS sjá heldur. Og þeir hlóu
hátt aS honum. Þeim fór aS þykja hann svo skrítinn, aS hin
fyrsta meSaumkun þeirra meS honum og aSdáun aS hugdirfsku
hans viku fyrir ruddaskap og hugsunarleysi.
— Hver veit þaS, veslings vinir mínir? HvaS sem um þaS er,
þá veit eg aS þau eru hér. Og einmitt nú nýveriS, er eg blundaSi
hér í nótt, sá eg þau í draumi mínum. Og miklu fleira sá eg.
Þetta er góSur staSur til aS sofa á, eg hefi þegar reynt hann.
EruS þiS nú tilbúnir?
Og hann kraup á kné fremst á grafarbarminum, svo aS kropp-
urinn skyldi falla niSur í gröfina, um leiS og höggiS riSi af.
ASkomumennirnir gerSu alt eftir óskum hans. Og er þeir voru
komnir þaSan burtu og hittu aSra menn, töluSu þeir um þennan
einkennilega öldung. Þannig urSu kunn æfilok hans, og menn
læddust til þess staSar, er hann hvíldi á, og báSust þar lengi
fyrir og hugsuSu um hann fagurt og innilega.
Er tímar liSu fram, komst hann i dýrlinga tölu, og þar eS
hver þeirra hefir sérstakan flokk manna, er öSrum fremur þarfn-
ast verndar hans og aS geta myndaS sér ákveSnari vonir viS
tilbeiSslu hans en annarra, þá varS Phocas verndargoS þeirra, er
jörSina plægja og í kyrþey rækja köllun garSyrkjumanna og
sáSmanna. En hans vingjarnlegi máttur var einnig látinn ná yfir
gervallan aldingarSinn, yfir grasfleti hans, aldintré og jarSar-
ávexti, svo aS sniglar eSa aSrar meinátur nálguSust eigi, og
aldinin yrSu þrýstin og rauS og börkur trjánna skyldi endur-
nýjast og blómin yxu innan um grængresiS, glöS og blíS og
sífelt jafn ung aS eilífu.
K—r þýddi.