Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 11
Eimreiðin]
LOCKSLEY HÖLL
11
Heyrði’ í loíti heróp gjalla, —
hrundi’ af skýjaleiðum blóð,
'r'j^ þar sem hátt í himinbláma
hildarþing með gnoðum stóð.
Heyrði sunnan-blæinn bera
blíðuhvísl um strönd og mar,
meðan hátt á himni gnustu
herjans-þjóða gunnfánar.
Unz jeg heyrði hergný þagna,
hverfa leit jeg fána-sveim,
alheimsþingið sett í sátt
og sambandsríki allan heim.
Þar sem meiri hlutans hyggni
hamlar óstjórn, setur grið,
alla vernda alheimslög,
er öllum heimi tryggja frið.
— Svona bjartsýnn, víðsýnn var jeg
vonin mjer unz hverful brást.
Sjón er sljóvguð, sál mín lömuð, —
svona’ er þessi blessuð ást!
Nú finst mjer hver regla rotin,
rifið alt úr skorðum hjer.
Hægan, hægan, — þrep af þrepi,
þekking sanna áfram ber!
Hægt, sem Ijón, er leitar bráðar,
læðist áfram hungruð þjóð,
svíkst að hinni’, er situr mett
og syfjuð bak við daufa glóð.
— Reyndar eílaust allir tímar
eiga sama’ og hærra mið:
Allar sálir sólar megin
sækja fram og upp á við! —