Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 86
.86
í LÍFI OG DAUÐA
[Eimreiðin
tók að fara mörgum orðum um yfirburði þá, er sögurnar
hefðu fram yfir allar aðrar bókmentir. pær útlendar bók-
mentir, er s é r væru kunnar, og hefði hann þó með lið-
andi árum lesið nákvæmlega ekki svo fáar bækur á ýms-
um málum, þær væru — svo mikið vildi hann leyfa sér
að staðhæfa — ekkert nema blávatnið í samanburði við
sögurnar. Yfirleitt hefði aldrei neitt verið hugsað og samið,
er komast mætti í samjöfnuð við þær, svo stór orð
ieyfði hann sér að viðhafa, og gaman þætti sér að sjá
framan í þann mann, er þyrði að halda fram hinu gagn-
stæða. Hann gerðist æstur, meðan stóð á þessum rök-
ræðum og lauk máli sínu — þó lítið eitt skeikaði frá sam-
henginu — með því að gefa í skyn, að enn hefðu þeir
ekki reynt með sér til þrautar, hann og Jón, ef á ætti
að herða, og að minsta kosti væri h a n n ekki smeykur.
— En eiganda Jatneskrar málmyndalýsingar verður ekki
svo hæglega þokað um set. Að hverju haldi mundi það
koma að lemja mann sundur og saman, sem getur stráð
latneskum glósum og tilvitnunum innan um ræðu sína?
— enda þótt maður væri þess megnugur. Sigmundur rak
sig á það að andagift er vald. Hann dró engan veginn
dul á það, að sér virtist hneyxlanlegt að nota latinu i dag-
legri viðræðu, og lét mikið yfir því, að hann talaði móður-
mál sitt hreynt og lýtalaust. Já, hann fór jafnvel að
hreinsa og bæta málið og haga orðum líkt og fornhetj-
urnar í sögunum. En málhreinsunar-tilraunir hans fengu
að eins daufar undirtektir. pá kom það Sigmundi að
haldi, að hann var maður hygginn, sem vissi, að þótt
tap verði á einum einstökum lið, er hægt að bæta það
upp á öðrum — og svo hitt, að hann var hugsjónanna
maður. Vitaskuld var liugsjón hans brjálsemiskend —
nú vildi hann, hvað sem tautaði, ná í þá dótturina, sem
Jón löngu síðan hafði kosið sér — en hann hafði nú
ánægju af þessari hugsjón. Og Jón hafði ekkert á ínóti
þessari nýju glímu, til þess að verða ekki eftirbátur vinar
síns, þegar um það var að ræða að töfra hjörtun. Nú